Þrenningarfjóla (Viola tricolor)

Distribution

Sums staðar algeng um norðan- og vestanvert landið en annars staðar sjaldgæf eða ófundin. Hún er duglegur landnemi og fljót að sá sér út þar sem sandar eru eða möl eins og oft er í vegköntum sem stráðir eru mulningi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Habitat

Hún vex einkum á melum eða í þurrum brekkum, einnig í möl og sandi (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (10–20 sm) með breytileg laufblöð og þrílit blóm. Blómgast í maí–júní.

Blað

Neðstu laufblöðin nær kringlótt, þau efri öfugegglaga eða lensulaga, gróftennt, stutthærð. Axlablöðin stór, fjaðurskipt, með allstórum endableðli (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, lotin, 1,5–2,5 sm á lengd, dökkfjólublá, hvítleit eða gul í miðju með dökkum æðum, einkum neðsta krónublaðið. Bikarblöðin grágræn eða nær svört, odddregin í efri endann, breiðari og snubbótt neðan. Sporinn dökkur í endann. Fræflar fimm. Ein þríblaða fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er þrístrent hýðisaldin og opnast með því að klofna í þrennt (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðgreind frá öðrum fjólum á blaðlögun og litskrúðugum blómum.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Hún vex einkum á melum eða í þurrum brekkum, einnig í möl og sandi (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Þrenningarfjóla (Viola tricolor)