Týsfjóla (Viola canina)

Distribution

Algeng um allt land á láglendi upp í 500 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Mólendi og grasbalar, snöggar gilbrekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (8–15 sm) með fagurgrænum blöðum og fjólubláum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Laufblöðin stilklöng, oftast mjóhjartalaga eða egglaga, fíntennt, hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, legglöng, slútandi. Krónan fimmdeild. Krónublöðin blá, verða hvít og sum með löngum hárum innst, neðsta krónublaðið gengur aftur í hvítan, snubbóttan spora. Fræflar fimm. Þríblaða fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Stórt hýðisaldin sem klofnar í þrennt við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Skiptist í tvær deilitegundir, urðarfjólu (Viola canina montana) og Viola canina canina. Urðarfjóla hefur hærri og uppréttari stöngla og hlutfallslega stærri axlablöð miðað við blaðstilka heldur en Viola canina canina (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mýrfjólu og birkifjólu. Týsfjólan þekkist auðveldlega á laufblöðunum sem eru mjórri en á hinum tegundunum og ganga út í odd að framan. Einnig líkist týsfjólan mjög skógfjólu sem er mun sjaldgæfari. Skógfjólan hefur hlutfallslega breiðari, hjartalaga blöð, sporinn er mjórri í endann og bláleitari.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Mólendi og grasbalar, snöggar gilbrekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Týsfjóla (Viola canina)