Sitkagreni (Picea sitchensis)

Mynd af Sitkagreni (Picea sitchensis)
Picture: Hörður Kristinsson
Sitkagreni (Picea sitchensis)
Mynd af Sitkagreni (Picea sitchensis)
Picture: Hörður Kristinsson
Sitkagreni (Picea sitchensis)

Útbreiðsla

Sitkagreni var flutt inn frá Alaska um miðja síðustu öld. Það hefur verið gróðursett víða, og er sums staðar farið að sá sér af sjálfsdáðum og mynda villt afkvæmi. Sitkagreni þrífst best við úthafsloftslag, og hefur því meira sáð sér á Suður- og Vesturlandi en við landræna loftslagið á norðanverðu landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Sitkagreni er mikið notað til prýði í görðum en einnig í skógrækt. Trén má bæði nýta til smíða og sem jólatré en þó eru aðrar tegundir mun vinsælli en sitkagrenið sem jólatré þar sem það heldur barrinu ekki svo vel í samanburði við aðrar tegundir, t.a.m. þin.

Búsvæði

Mikið ræktað í görðum en einnig í skógræktarreitum við ýmsar aðstæður, dafnar þó best í úthafsloftslagi eða á Suður- og Vesturlandi.

Lýsing

Hávaxin tré, allt að 40 m há með blágrænt, flatt barr og hangandi, sívala eða egglaga köngla (Lid og Lid 2005).

Blað

Barr blágrænt, 10–15 mm langt, flatt, stíft og endar í skörpum oddi. Barrnálarnar eru snúnar við grunninn á þann hátt að neðra borðið, með tveimur röndum loftopa, snýr upp (Lid og Lid 2005).

Blóm

Könglar 5–10 sm langir, hangandi, sívalir eða egglaga með tígullaga til aflöng köngulblöð (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Sitkagreni (Picea sitchensis)
Útbreiðsla: Sitkagreni (Picea sitchensis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |