Fjöllaufungur (Athyrium filix-femina)

Útbreiðsla

Allvíða um sunnan- og vestanvert landið, algengastur á Suðvesturlandi og á Vestfjörðum en annars sjaldgæfur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hraunsprungur, grónar brekkur og skóglendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Stórvaxinn burkni (30–60 sm) með tví- eða tvíhálffjöðruðum blöðkum.

Blað

Láréttur jarðstöngull með stórum, uppréttum, tví- eða tvíhálffjöðruðum blöðkum. Blaðstilkurinn nokkuð flosugur neðan til eða nær nakinn. Hliðarsmáblöðin um 10 sm á lengd, 1,5–2,5 sm á breidd, mjókka út í odd í endann en nokkuð jafnbreið niður að miðstilk blöðkunnar. Smáblöð annarrar gráðu djúpsepótt eða flipótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróhulan þunnur, aflangur leppur sem liggur út á blettinn frá hlið. Annarrar gráðu smáblöð oft með 8–14 nýrlaga eða aflöngum gróblettum í tveim röðum á neðra borði (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist stóraburkna en hefur ólíkt honum hliðstæða, aflanga gróhulu og skertari annarrar gráðu smáblöð. Líkist einnig þúsundblaðarós en hún hefur kringlótta gróbletti. Dílaburkni þekkist auðveldlega frá stóraburkna, hann hefur þrífjaðraða blöðku og hlutfallslega lengri stilk.

Útbreiðsla - Fjöllaufungur (Athyrium filix-femina)
Útbreiðsla: Fjöllaufungur (Athyrium filix-femina)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |