Þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium)

Distribution

Hann er bundinn við þá landshluta þar sem snjór liggur lengi. Það eru ákveðnir hlutar Vestfjarða, útsveitir beggja megin Eyjafjarðar og nyrst á Austfjörðum. Vex venjulega frá láglendi upp í um 400 m hæð en hæstu fundarstaðir eru í 520 m í Siglufjarðarfjalli og 500 m í fjallinu ofan við Lund í Fljótum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Vex í snjódældum, lautum eða giljum á snjóþyngstu láglendissvæðum landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Stórvaxinn burkni (30–100 sm) með tví- eða tvíhálffjöðruðum blöðkum.

Blað

Blaðstilkur oftast minna en fjórðungur af blöðkunni. Fyrstu gráðu smáblöð stuttstilkuð, annarrar gráðu smáblöð snubbótt. Súr lykt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Gróblettir lítillega aflangir þegar þeir eru ungir en kringlóttir er þeir eru orðnir eldri, gróhulan fellur fljótt af (Lid og Lid 2005).

Aldin

Gró með netmunstrað yfirborð (Lid og Lid 2005).

Greining

Þúsundblaðarós er afar lík fjöllaufungi en er oftast heldur minni, hefur kringlótta gróbletti og gróhulan fellur fljótt af, skerðing blöðkunnar er nánast eins og því varla hægt að aðgreina þessa burkna ógróbæra (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Vex í snjódældum, lautum eða giljum á snjóþyngstu láglendissvæðum landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium)