Tófugras (Cystopteris fragilis)

Distribution

Algengasti burkninn á Íslandi og finnst nánast um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Tófugrasið vex í klettaskorum, gjótum, hraunsprungum, hellum og urð. Oftast í skugga (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Lágvaxinn burkni (10–25 sm) með tvífjöðruðum blöðkum og nokkuð bil milli smáblaðanna.

Blað

Láréttur jarðstöngull með a.m.k. tvífjöðruðum blöðkum. Töluvert bil á milli smáblaðanna sem eru breiðust næst miðstrengnum en mjókka í oddinn. Smáblöð annarrar gráðu fjaðursepótt eða flipótt. Blaðstilkurinn fíngerður og brothætttur, oft dökkbrúnn að lit en stundum grænn (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir í tveim röðum á neðra borði, fremur smáir og fíngerðir. Gróhula til hliðar við þá (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Gróin með göddótt yfirborð (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst liðfætlu en hún hefur loðnar og flösugar blöðkur og er því auðþekkst frá tófugrasi sem er hárlaust. Refagras líkist tófugrasi einnig nokkuð en gró þess hafa netkennt yfirborð á móti göddóttu yfirborði gróa tófugrassins (smásjá!).

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Tófugrasið vex í klettaskorum, gjótum, hraunsprungum, hellum og urð. Oftast í skugga (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Tófugras (Cystopteris fragilis)