Dílaburkni (Dryopteris expansa)

Mynd af Dílaburkni (Dryopteris expansa)
Picture: Hörður Kristinsson
Dílaburkni (Dryopteris expansa)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæfur burkni. Hann er algengastur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Reykjanesskaga en er sjaldgæfur á Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hann vex ýmist í hraunsprungum, stórgrýtisurð, gjám, kjarri, grónum bollum eða hlíðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur stórvaxinn burkni (30–80 sm) með þrí- til fjórhálffjaðraðar blöðkur.

Blað

Láréttur jarðstöngull með stórum, uppréttum, þrí- til fjórhálffjöðruðum blöðkum. Hliðarsmáblöðin skakktígullaga eða nær þríhyrnd, mjókka út í oddinn en eru breiðust neðst (4–6 sm). Smáblöð annarrar gráðu, sem vísa niður, áberandi stærri en þau sem vísa upp. Smáblöð þriðju gráðu djúpsepótt eða flipótt. Blaðstilkurinn þriðjungur eða meira af lengd blaðsins, oft þétt brúnflosugur neðan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir nær kringlóttir eða grunnt nýrlaga. Gróhulan nokkuð varanleg (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst stóraburkna og fjöllaufungi. Dílaburkni þekkist auðveldlega frá þeim báðum á því að blaðkan er meira skipt (minnst þrífjöðruð) og með hlutfallslega lengri stilk; einnig á því hvað bleðlar hliðarsmáblaðanna eru misstórir á hvorri hlið.

Útbreiðsla - Dílaburkni (Dryopteris expansa)
Útbreiðsla: Dílaburkni (Dryopteris expansa)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |