Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)

Mynd af Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)
Picture: Hörður Kristinsson
Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)
Mynd af Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)
Picture: Hörður Kristinsson
Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæfur burkni. Hann er algengastur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Reykjanesskaga en sjaldgæfur á Norðurlandi.

Búsvæði

Hraunsprungur, urð, grónar brekkur eða skóglendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Stórvaxinn burkni (30–80 sm) með þrí- til fjórhálffjöðruðum blöðkum.

Blað

Láréttur jarðstöngull með stórum, uppréttum, tvíhálffjöðruðum blöðkum sem geta orðið meira en metri á lengd. Hliðarsmáblöðiin um 10 sm á lengd og 2–2,5 sm á breidd, mjókka út í odd í endann en nokkuð jafnbreið niður að miðstilk blöðkunnar. Smáblöð annarrar gráðu óskipt en tennt. Blaðstilkurinn áberandi brúnflosugur neðan til og er hann fjórðungur af heildarlengd blaðsins eða ríflega það (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fimm til tíu, kringlóttir gróblettir í tveim röðum á neðra borði smáblöðum annarrar gráðu. Gróhulan varanleg, nýrlaga eða nær kringlótt og þekur vel miðju blettsins (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist stóraburkna og fjöllaufungi. Dílaburkni þekkist auðveldlega frá þeim báðum á því að blaðkan er meira skipt (minnst þrífjöðruð) og með hlutfallslega lengri stilk, einnig á því hvað bleðlar hliðarsmáblaðanna eru misstórir á hvorri hlið.

Útbreiðsla - Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)
Útbreiðsla: Stóriburkni (Dryopteris filix-mas)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |