Þríhyrnuburkni (Phegopteris connectilis)

Mynd af Þríhyrnuburkni (Phegopteris connectilis)
Picture: Hörður Kristinsson
Þríhyrnuburkni (Phegopteris connectilis)

Útbreiðsla

Nokkuð víða á Vesturlandi en sjaldgæfur annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hraunsprungur, kjarr, grónar hlíðar og blómlegar lautir. Stundum við laugar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxinn burkni (10–30 sm) með stilklöngum, tvífjaðurskiptum blöðkum.

Blað

Láréttur jarðstöngull með stilklöngum, tvífjaðurskiptum blöðkum, stilkurinn tvöfalt eða þrefalt lengri en blaðkan sem er nær þrístrend í ummál, vegna þess að hliðarsmáblöðin lengjast jafnt niður eftir blöðkunni. Neðsta parið oftast lengst, vísar oft meira niður en hin. Smáblöð annarrar gráðu oft tennt á neðstu blaðpörum, annars heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir í röðum neðan á blaðröndum smáblaðanna, kringlóttir, án gróhulu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðþekktur frá öðrum burknum á hinni þrístrendu lögun blöðkunnar.

Útbreiðsla - Þríhyrnuburkni (Phegopteris connectilis)
Útbreiðsla: Þríhyrnuburkni (Phegopteris connectilis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |