Liðfætla (Woodsia ilvensis)

Distribution

Algengur á Suðaustur- og Suðvesturlandi en sjaldgæfur á Norður- og Norðausturlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Hraungjótur, sprungur, klettaveggir og -skorur (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Smávaxinn burkni (7–15 sm) með hæringu á stönglum og neðra borði blaða.

Blað

Blöðkurnar vaxa upp af samanreknum, láréttum jarðstöngli og eru 6–12 sm langar, fjaðraðar. Smáblöðin fjaðursepótt eða fjaðurskipt, 0,5–1,5 sm á lengd, neðra borð þeirra alsett aflöngum, smáum himnubleðlum og hárum, einkum á æðastrengjum. Efra borð blaðanna einnig með fáeinum hárum og blaðstilkurinn er bæði hærður og flosugur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir eru í tveim röðum. Gróhulur klofnar nærri til grunna í mjóa flipa sem enda í löngum hárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist fjallaliðfætlu og klettaburkna. Liðfætlan er auðþekkt frá klettaburkna á hæringunni. Ólíkt liðfætlu er fjallaliðfætla með styttri og minna skipt smáblöð og er lítið eða ekki hærð.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Hraungjótur, sprungur, klettaveggir og -skorur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Liðfætla (Woodsia ilvensis)