Sýkigras (Tofieldia pusilla)

Mynd af Sýkigras (Tofieldia pusilla)
Picture: Hörður Kristinsson
Sýkigras (Tofieldia pusilla)
Mynd af Sýkigras (Tofieldia pusilla)
Picture: Hörður Kristinsson
Sýkigras (Tofieldia pusilla)

Útbreiðsla

Algengt um allt land frá láglendi upp í um 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Áður fyrr var jurtin talin óholl búfénaði og þaðan eru nöfnin sýki- og sýkingargras dregin. Sauðfé dregur hana upp með rótum en étur ekki. Blöðin eru vond á bragði og talin eitruð. Eins eru nöfnin bjarnarbroddur og íglagras þekkt á þessari tegund bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum en þau vísa í útstæð blöð plöntunnar (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Móar og haglendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxin jurt (8–18 sm) með sverðlaga blöð og hvíta blómklasa á stöngulenda. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin öll við stofninn, sverðlaga, upprétt og heilrend, 2–3 sm á lengd og um 2 mm á breidd, raða sér í einn flöt líkt og á blævæng (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru gulhvít og standa þétt saman í stuttu, nær hnöttóttu (5–7 mm) axi efst á blaðlausum stöngli. Blómhlífarblöðin sex, oddbaugótt eða lensulaga, 2–3 mm á lengd. Sex fræflar. Ein þrískipt fræva með þrem frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið um 3 mm á lengd, klofnar í þrennt við þroskun, hver hluti bjúglaga með stutta trjónu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt á hinni sérkennilegu afstöðu blaðanna sem er einstæð meðal íslenskra tegunda.

Útbreiðsla - Sýkigras (Tofieldia pusilla)
Útbreiðsla: Sýkigras (Tofieldia pusilla)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |