Tjarnabrúsi (Sparganium natans)

Lýsing

Lágvaxin vatnajurt (5–30 sm) með flöt blöð og hnöttótt öx.

Blað

Stönglar grannir, oftast með fjóra til níu stöngulliði. Blöð um 3 mm breið, flöt frá grunni, án áberandi miðtaugar (Lid og Lid 2005).

Blóm

Tvö til þrjú græn og oftast legglaus kvenöx, öll aðskilin, sitjandi í öxl stífra, útvísandi stoðblaða, hið lengsta nær oftast ekki upp fyrir blómskipanina. Eitt (stundum fleiri) karlax fyrir ofan kvenöxin. Frjóþráður 3–4 mm. Frjóhnappur um 0,5 mm (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin dökkgræn, um 4 mm og með stutta, ydda trjónu (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist mjög mógrafabrúsa, þeir þekkjast einkum á aldinunu sem hefur stutta trjónu á tjarnabrúsa en er nær trjónulaust á mógrafabrúsa.

Útbreiðsla - Tjarnabrúsi (Sparganium natans)
Útbreiðsla: Tjarnabrúsi (Sparganium natans)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |