Marhálmur (Zostera angustifolia)

Mynd af Marhálmur (Zostera angustifolia)
Picture: Hörður Kristinsson
Marhálmur (Zostera angustifolia)

Útbreiðsla

Hann er víða við vesturströnd landsins en er sjaldgæfur annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Grunnsævi á leirbotni, einnig í lygnum vogum, víkum eða fjörðum, á kafi í sjó eða að hluta upp úr á fjöru (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur hávaxin sjávarjurt (30–100 sm) með stakstæð, dökkgræn, bandlaga blöð. Blómgast í ágúst–október.

Blað

Blöðin stakstæð, dökkgræn, bandlaga, 2–4 mm breið, beinstrengjótt, með bylgjuðum jaðri, ávöl í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í tveim röðum í klasa sem lokaður er inni í blaðslíðrum. Blómin blómhlífarlaus, einn fræfill og ein fræva í hverju blómi (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst brúsakollum sem hafa lík blöð en þeir vaxa aldrei í sjó og hafa auk þess ólíka blómskipan.

Útbreiðsla - Marhálmur (Zostera angustifolia)
Útbreiðsla: Marhálmur (Zostera angustifolia)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |