Fréttir
-
15.01.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi á sviði náttúru- og umhverfismála
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi á sviði náttúru- og umhverfismála
15.01.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi til að starfa við og halda utan um álit, umsagnir og ráðgjöf mála á verksviði stofnunarinnar, m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsáætlanir og náttúruverndarmál. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2021.
-
23.12.2020
Jólakveðja
Jólakveðja
23.12.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
-
16.12.2020
Vetrarfuglatalningar 2020
Vetrarfuglatalningar 2020
16.12.2020
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 2.-3. janúar næstkomandi. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og á hvaða landssvæði þeir halda sig.
-
15.12.2020
Hrafnaþing: Er Ísland paradís fyrir fólk með frjóofnæmi?
Hrafnaþing: Er Ísland paradís fyrir fólk með frjóofnæmi?
15.12.2020
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. desember. Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz plöntulífeðlisfræðingur flytur erindið „Is Iceland a paradise for people with pollen allergies?“.
-
14.12.2020
Tillaga að fyrstu vatnaáætlun Íslands 2022–2027
Tillaga að fyrstu vatnaáætlun Íslands 2022–2027
14.12.2020
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar drög að vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun fyrir vatnsvernd. Tillögunni fylgir einnig aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Opið kynningarferli stendur yfir til 15. júní 2021 þar sem öllum gefst kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og Veðurstofa Íslands unnu grunn að áætluninni með sérfræðivinnu.
-
07.12.2020
Skarfastofnar styrkjast
Skarfastofnar styrkjast
07.12.2020
Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á varpstofni dílaskarfa og toppskarfa hér á landi síðustu fimm árin sýnir að báðum tegundum hefur fjölgað. Á það einkum við um toppskarf sem hefur fjölgað um ríflega 63%, líklega vegna betri fæðuskilyrða. Telja má að skarfaveiði undanfarinna ára hafi verið sjálfbær.
-
30.11.2020
Hrafnaþing: Fuglinn sem gat ekki flogið
Hrafnaþing: Fuglinn sem gat ekki flogið
30.11.2020
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 2. desember. Gísli Pálsson prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands flytur erindið „Fuglinn sem gat ekki flogið“.
-
24.11.2020
Fuglamerkingar 2019
Fuglamerkingar 2019
24.11.2020
Árið 2019 voru alls merktir 15.775 fuglar af 82 tegundum hér á landi. Mest var merkt af auðnutittlingum. Þetta var 99. ár fuglamerkinga á Íslandi og voru virkir merkingamenn 53 talsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um fuglamerkingar 2019.
-
19.11.2020
Talningar á grágæsum
Talningar á grágæsum
19.11.2020
Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 21.–22. nóvember 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um gæsir sem vart verður við næstu daga og hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum.
-
16.11.2020
Hrafnaþing: Ráðgáta fjólublárra beina í refum
Hrafnaþing: Ráðgáta fjólublárra beina í refum
16.11.2020
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. nóvember. Julian Ohl umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindið „An Icelandic Mystery? The Occurrence of Purple Bones in Arctic Foxes“.