Fréttir

 • 26.01.2022

  Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland

  Nýtt rit um útbreiðslu og líffræði agna í hafinu við Ísland

  Kápa Fjölrits Náttúrufræðistofnunar nr. 58

  26.01.2022

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið „Útbreiðsla og líffræði agna (krabbadýr: Lophogastrida og Mysida) í hafinu við Ísland“ eftir Ólaf S. Ástþórsson og Torleiv Brattegard og er það númer 58 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Í ritinu er fjallað um krabbadýr af ættbálkunum Lophogastrida og Mysida (áður Mysidacea, agnir á íslensku) sem  safnað var í rannsóknaverkefninu Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE).

 • 24.01.2022

  Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland

  Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland

  Ögn tillir sér á botninn í þarabelti

  24.01.2022

  Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 26. janúar kl. 15:15–16:00. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur og fyrrum aðstoðarforstjóri á Hafrannsóknastofnun, flytur erindið „Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland“. 

 • 11.01.2022

  Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts

  Vísindagrein um erfðabreytileika snarrótarpunts

  snarrotarvist2-2.jpg

  11.01.2022

  Nýlega kom út grein í vísindatímaritinu Plant Systematics and Evolution sem fjallar um erfðabreytileika snarrótarpunts (Deschampsia cespitosa) í Evrópu og Asíu.  

 • 07.01.2022

  Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn

  Arnþór Garðarsson fuglafræðingur látinn

  Arnþór Garðarsson

  07.01.2022

  Arnþór Garðarsson prófessor emerítus við Háskóla Íslands lést á nýársdag, 83 ára að aldri. Arnþór var tengdur Náttúrufræðistofnun Íslands í 70 ár eða allt frá unglingsárum, vann þar lengi  og átti í samstarfi við stofnunina allt til æviloka. Fáum vikum fyrir andlátið hann sendi grein í fuglatímaritið Blika sem bíður nú birtingar.

 • 04.01.2022

  Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

  04.01.2022

  Eydís Líndal Finnbogadóttir er settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá og með 1. janúar 2022.

 • 04.01.2022

  Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins

  Ísland tilnefnir fimm svæði í net verndarvæða Bernarsamningsins

  herdubreid-kj.jpg

  04.01.2022

  Ísland hefur tilnefnt fimm náttúruverndarsvæði hér á landi til að verða hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network. Þetta var tilkynnt á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn. Um þetta er fjallað í frétt á vef Stjórnarráðsins.

 • 03.01.2022

  Breyttur afgreiðslutími

  Breyttur afgreiðslutími

  Hrafn

  03.01.2022

  Frá og með áramótum breyttist afgreiðslutími Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ. Móttakan er nú opin virka daga kl. 11–13. Símaafgreiðsla er opin kl. 10–15.

 • 23.12.2021

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  ni_jolakort_2021_1200x800_is.jpg

  23.12.2021

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 16.12.2021

  Fuglamerkingar 2020

  Fuglamerkingar 2020

  Skógarþröstur (Turdus iliacus)

  16.12.2021

  Árið 2020 voru alls merktir 11.109 fuglar af 79 tegundum hér á landi. Merkingamenn voru 47 talsins og mest var merkt af skógarþröstum og auðnutittlingum. Alls bárust 1.840 tilkynningar um endurheimtur og álestra af merkjum.

 • 14.12.2021

  Ný skýrsla á vegum Bernarsamningsins um notkun framandi ágengra trjátegunda í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum

  Ný skýrsla á vegum Bernarsamningsins um notkun framandi ágengra trjátegunda í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum

  Bern Convention

  14.12.2021

  Á fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var dagana 29. nóvember til 3. desember var lögð fram skýrsla sem ætlað er að auka vitund stjórnvalda um áhættuna sem fylgir því að nota ágengar framandi trjátegundir til að sporna við loftslagsbreytingum.