Fréttir

 • 21.12.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

  21.12.2007

  Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun búið til sín eigin jólakort sem eru jafnframt fræðslukort. Jólakort stofnunarinnar að þessu sinni er af sóldögg, Drosera rotundifolia, og tók Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, myndina.

 • 21.12.2007

  Heilbrigði rjúpunnar og stofnbreytingar

  Heilbrigði rjúpunnar og stofnbreytingar

  21.12.2007

  Vísindamenn við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands hafa framlengt samstarf um rjúpnarannsóknir til næstu þriggja ára (2008 til 2010). Markmið rannsóknanna er að kanna tengsl heilbrigðis íslensku rjúpunnar við stofnbreytingar hennar, þ.m.t. álag af völdum sníkjudýra. Forrannsóknir 2006 og 2007 sýna að ekki færri en 12 tegundir sníkjudýra herja á rjúpuna innvortis og útvortis. Þar á meðal eru tvær hníslategundir sem báðar voru áður óþekktar í vísindasamfélaginu.

 • 20.12.2007

  Vetrarfuglatalning 2007

  Vetrarfuglatalning 2007

  20.12.2007

  Hin árlega vetrarfuglatalning fer fram sunnudaginn 30. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Ef veður er óhagstætt geta talningarmenn valið annan dag en þurfa þá að hafa samráð við talningarmenn í næsta nágrenni.

 • 18.12.2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  18.12.2007


  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Lítið hefur skilað sér af vængjum enn sem komið er. Náttúrufræðistofnun skorar á veiðimenn að taka þátt í þessu verkefni og styðja þannig við bakið á rjúpnarannsóknum.


 • 29.11.2007

  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins

  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins

  29.11.2007

  Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var í dag kosinn forseti Bernarsamningsins um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða í Evrópu á aðildarríkjafundi samningsins í Strasborg í Frakklandi. Bernarsamningurinn er einn helsti samningur Evrópu á sviði náttúruverndar og undirstaða náttúruverndarlöggjafar margra Evrópuþjóða. Tæplega fimmtíu ríki í Evrópu og Norður-Afríku eru aðilar að samningnum. • 27.11.2007

  Hörður Kristinsson og grasafræðirannsóknir á Íslandi

  Hörður Kristinsson og grasafræðirannsóknir á Íslandi

  27.11.2007

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni, grasafræðingi, var haldið á Akureyri á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands föstudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Málþingið var vel sótt af sérfræðingum, samstarfsmönnum og áhugafólki um grasafræði, en Hörður hefur stundað grasafræðirannsóknir á Íslandi í hartnær hálfa öld.

 • 21.11.2007

  Rjúpan og árstíðirnar

  Rjúpan og árstíðirnar

  21.11.2007


  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft afnot af sýningarglugga í biðstöð Strætó á Hlemmi síðan í febrúar sl. þegar örsýningin „Hefurðu rekist á hvítabjörn?“ var sett upp í tengslum við Safnanótt. Sú sýning vakti mikla athygli og ánægju hjá gestum og gangandi og því var ákveðið að halda þessu framtaki áfram. Nú er í gangi fjórða örsýning Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi og fjallar hún um rjúpuna.


 • 13.11.2007

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni

  13.11.2007


  Hörður Kristinsson, grasafræðingur, verður sjötugur þann 29. nóvember n.k. Til að heiðra Hörð og grasafræðirannsóknir hans í um hálfa öld býður Náttúrufræðistofnun Íslands til málþings um íslenska grasafræði á Hótel KEA á Akureyri þann 23. nóvember kl. 14:00. Málþingið er öllum opið og að því loknu verður gestum boðið til móttöku.
 • 12.11.2007

  Fyrirlestrar Hrafnaþings á netinu!

  Fyrirlestrar Hrafnaþings á netinu!

  12.11.2007

  Nú er hægt að fylgjast með erindum Hrafnaþings á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Til okkar hafa borist fyrirspurnir um hvort hægt væri að senda út fyrirlestra Hrafnaþings í gegnum netið, þannig að þeir sem ekki hafa möguleika á að mæta á Hlemm geti samt sem áður fylgst með.

 • 08.11.2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  08.11.2007


  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.


 • 02.11.2007

  Arnþór Garðarsson hlýtur heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Arnþór Garðarsson hlýtur heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands

  02.11.2007

  Á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands, þann 26. október síðastliðinn, var heiðursviðurkenning stofnunarinnar veitt í fyrsta sinn dr. Arnþóri Garðarssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og frumkvöðlastarf í verndun íslensks votlendis.

 • 30.10.2007

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands

  30.10.2007

  Á fundi Skotveiðifélags Íslands síðastliðinn sunnudag, 28. október, var dr. Ólafur Karl Nielsen, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands.

 • 29.10.2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2007

  29.10.2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 14. sinn föstudaginn 26. október á Hótel Loftleiðum. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, flutti ávarp þar sem hún ræddi m.a. um mikilvægi þess að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi með því að veita aukið fé til rannsókna á grunnþáttum náttúrunnar og að leggja mat á gildi friðlýstra svæða. Eftir ávarp ráðherra flutti Jón Gunnar Ottósson, forstjóri, skýrslu stofnunarinnar þar sem fram kom m.a. að loksins hyllir undir raunverulega lausn á langvinnum húsnæðisvanda stofnunarinnar. Eftir nýafstaðið útboð hefur verið ákveðið að ganga til lokasamninga við fyrirtækið Urriðaholt ehf. um byggingu nýs húsnæðis fyrir stofnunina í Urriðaholti, Garðabæ, sem ljúka á fyrir haustið 2009.

 • 16.10.2007

  Nýtt Fjölrit um vöktun válistaplantna

  Nýtt Fjölrit um vöktun válistaplantna

  16.10.2007


  Fimmtugasta Fjölrit Náttúrufræðistofnunar er komið út og fjallar það um vöktun válistaplantna árin 2002-2006. Í ritinu er gerð grein fyrir 47 plöntutegundum og vaxtarsvæðum þeirra, þar af eru 38 tegundir á válista og 21 tegund friðuð samkvæmt lögum. Höfundar eru Hörður Kristinsson, Eva G. Þorvaldsdóttir og Björgvin Steindórsson.


 • 12.10.2007

  Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008

  Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008

  12.10.2007

  Nú styttist í að Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar hefji göngu sína, en fyrsta erindið verður 7. nóvember. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á heimasíðunni.


 • 08.10.2007

  Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

  Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

  08.10.2007


  Víðtækar umhverfisbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eiga erfitt með að koma ungum á legg.


 • 05.10.2007

  Njósnað um ferðir fugla á Vísindavöku 2007

  Njósnað um ferðir fugla á Vísindavöku 2007

  05.10.2007

  Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína, fuglarannsóknir og rafeindamerkingar. Í básnum voru veggspjöld með upplýsingum um ferðir fugla, ásamt uppstoppuðum fuglum með áföstum rafeindamerkingum og ljósmyndir á veggjum og skjá.

 • 03.10.2007

  Segir enn af spánarsniglum

  Segir enn af spánarsniglum

  03.10.2007


  Frétt af spánarsniglum hér á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar 18. september síðastliðinn vakti töluverð viðbrögð og tilkynningar um allskyns snigla bárust stofnuninni í kjölfarið. Þar á meðal var tilkynning um spánarsnigla á Ólafsfirði. Ekki þykja tíðindin góð.

 • 28.09.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

  28.09.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku í dag á milli kl. 17 og 21. Rannís stendur fyrir vökunni í þriðja sinn en hún verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.

 • 18.09.2007

  Spánarsniglar láta á sér kræla

  Spánarsniglar láta á sér kræla

  18.09.2007

  Spánarsniglar eru mættir til leiks og því ljóst orðið að þurrkatíðin framan af sumri hefur ekki komið þeim fyrir kattarnef. Þess var reyndar vart að vænta því spánarsniglar eru ættaðir frá Íberíuskaga og því albúnir langtíma þurrkum. Einn snigill fannst í Salahverfi í Kópavogi og annar á Arnarnesi í Garðabæ.

 • 18.09.2007

  Dregið verður úr rjúpnaveiðum 2007

  Dregið verður úr rjúpnaveiðum 2007

  18.09.2007

  Það er stefna íslenskra stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni. Í samræmi við það hefur Náttúrufræðistofnun Íslands metið veiðiþol rjúpnastofnsins. Tillögur Náttúrufræðistofnunar 2007 til umhverfisráðherra voru að dregið skyldi verulega úr rjúpnaveiði miðað við haustið 2006.

 • 07.09.2007

  Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2007

  Frjómælingar á Akureyri og í Reykjavík í ágúst 2007

  07.09.2007


  Nú fer frjómælingum 2007 að ljúka og niðurstöður mælinga í ágúst liggja fyrir. Frjótölur á Akureyri í ágúst reyndust undir meðallagi. Grasfrjó voru algengust og fóru í eitt skipti yfir 100, þann 7. ágúst, þegar frjótalan náði 172. Í heild reyndust frjókorn annarra tegunda en grasa fá og frjótala þeirra varð aldrei hærri en 3. Ágúst 2007 í Reykjavík reyndist hálfdrættingur hvað heildarfrjómagn varðar borið saman við meðaltal fyrri ára. Grasfrjó voru algengust en voru undir meðaltali síðustu 18 ára, eða rúmlega 500. Lítið mældist af öðrum frjógerðum. Góð sumartíð syðra hafði það í för með sér að frjótímanum lauk fyrr í ár en í fyrra.


 • 29.08.2007

  Hrafnar á Hlemmi

  Hrafnar á Hlemmi

  29.08.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft afnot af sýningarglugga í biðstöð Strætó á Hlemmi síðan í febrúar sl. þegar örsýningin „Hefurðu rekist á hvítabjörn?“ var sett upp í tengslum við Safnanótt. Sú sýning vakti mikla athygli og ánægju hjá gestum og gangandi og því var ákveðið að halda þessu framtaki áfram. Nú er í gangi þriðja örsýning Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi og fjallar hún um hrafninn.

 • 29.08.2007

  Nýtt Fjölrit um íslenska land- og vatnaþörunga

  Nýtt Fjölrit um íslenska land- og vatnaþörunga

  29.08.2007

  Í sumar kom út 48. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar sem inniheldur heildaryfirlit yfir íslenska land- og vatnaþörunga. Helgi Hallgrímsson líffræðingur tók saman þörungatalið en þar má finna upplýsingar um þörunga almennt, ágrip af sögu þörungarannsókna á Íslandi, skrá yfir 1450 þörungategundir á Íslandi og heimildir.

 • 24.08.2007

  Þjóðargjöf á faraldsfæti

  Þjóðargjöf á faraldsfæti

  24.08.2007

  Árið 1985 fékk Náttúrufræðistofnun Íslands til varðveislu sneið af risafuru sem ríkisstjórn Bandaríkjanna gaf íslensku þjóðinni á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Vegna húsnæðisvanda Náttúrufræðistofnunar var þjóðargjöfinni komið fyrir í Háskólabíói til bráðabirgða. Nú er svo komið að Háskólabíó getur ekki lengur hýst furusneiðina og hefur Náttúrufræðistofnun því ákveðið að fela nýstofnuðu Náttúruminjasafni Íslands umsjón með henni. Furusneiðin verður til sýnis í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar til Náttúruminjasafn Íslands hefur fengið sitt eigið húsnæði.

 • 19.07.2007

  Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum

  Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum

  19.07.2007

  Vel heppnaðri rannsóknarferð á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í Esjufjöll í Breiðamerkurjökli er lokið. Megintilgangur ferðarinnar var að kanna skordýr, fléttur og háplöntur Esjufjalla og þá einkum austasta hluta þeirra, Austurbjarga. Nokkrar lífverutegundir fundust í fyrsta skipti í fjöllunum: Brunnklukka, barnarót og fléttutegundirnar blaðkorpa og vætukorpa.

 • 13.07.2007

  Mikil fjölgun tegunda í Surtsey 2007

  Mikil fjölgun tegunda í Surtsey 2007

  13.07.2007

  Annað árið í röð fundust óvenjumargar tegundir háplantna í árlegum leiðangri Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar auk þess sem eldri landnemar komu í leitirnar sem ekki hafa sést þar í nokkur ár. Einn merkasti plöntufundur í leiðangrinum er burkninn þrílaufungur, sem er þriðja burknategundin sem finnst í Surtsey. Athygli vakti hvað gróður var víða illa farinn af þurrki, einkum á hraunklöppum þar sem jarðvegur er grunnur.

 • 27.06.2007

  Skógarkerfill fetar í fótspor lúpínunnar

  Skógarkerfill fetar í fótspor lúpínunnar

  27.06.2007

   

  Náttúrufræðistofnun Íslands telur að grípa þurfi til aðgerða til að stemma stigu við óheftri útbreiðslu skógarkerfils sem farinn er að setja mikinn svip á gróðurfar, einkum í Eyjafirði, í Reykjavík og nágrenni, en einnig á Suðurlandi og Vestfjörðum.

  Í sumar hafa margir veitt eftirtekt hvítum flákum meðfram vegum, ám og lækjum. Hér er á ferð skógarkerfill, Anthriscus sylvestris, sem fluttur var til Íslands á þriðja áratug síðustu aldar og var ræktaður sem skrautjurt í görðum.

   

 • 26.06.2007

  Asparglytta - Nýtt meindýr í uppsiglingu

  Asparglytta - Nýtt meindýr í uppsiglingu

  26.06.2007


  Vorið 2006 fannst í fyrsta sinn á Íslandi bjallan asparglytta (Phratora vitellinae) en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu. Bjallan, sem er fagurgræn að lit, fannst í fyrra í reit hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Hún gerði aftur vart við sig þar í vor og einnig í reit við Leirvogsá. Bjöllurnar hafa dálæti á alaskaösp, blæösp, viðju og gulvíði og mun sennilega fátt stöðva framrás þeirra úr þessu. Spurningin er fremur sú hvenær, en ekki hvort, þær muni ná til höfuðborgarsvæðisins.

 • 25.06.2007

  Tæpir 9 hektarar brunnu á Miðdalsheiði

  Tæpir 9 hektarar brunnu á Miðdalsheiði

  25.06.2007


  Laugardaginn 23. júní s.l. brunnu 8,9 hektarar lands á Miðdalsheiði ofan Reykjavíkur. Þar er víðáttumikil mosaþemba með stinnastör og krækilyngi og er svæðið heilbrunnið og gróður illa farinn. Mosinn sem myndar mosaþembuna nefnist hraungambri Racomitrium lanuginosum og vex hann afar hægt. Líklegt er að það taki mörg ár fyrir hann að mynda samfellda breiðu á nýjan leik. Áform eru uppi um að fylgjast með framvindu gróðurs á brunasvæðinu á næstu árum.

 • 15.06.2007

  Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!

  Velheppnaðri ráðstefnu um fjörusvertur lokið!

  15.06.2007

  Síðast liðinn mánudag, 11. júní, lauk alþjóðlegri ráðstefnu um fjörusvertur sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands stóð fyrir. Ráðstefnan tókst í alla staði vel, mörg fróðleg erindi voru flutt og skemmtilegar umræður. Farið var í tvær vettvangsferðir þar sem fléttusýnum var safnað til rannsókna. Rannsóknir á þeim sýnum leiddu í ljós fjölmargar tegundir sem ekki hafa áður fundist á Íslandi.

 • 15.06.2007

  Rjúpnastofninum hningar

  Rjúpnastofninum hningar

  15.06.2007


  Ástand rjúpnastofnsins er slæmt. Rjúpum fækkar annað árið í röð í nær öllum landshlutum, að meðaltali 27% frá síðasta ári. Þetta eru helstu niðurstöður rjúpnatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor, en mat á veiðiþoli stofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri í sumar.


 • 08.06.2007

  Ný tegund af fúasveppi finnst á viði í Reykjavík

  Ný tegund af fúasveppi finnst á viði í Reykjavík

  GGE_randbardi

  08.06.2007

  Í lok maí fannst ný sveppategund sem óx út úr furuplönkum í garði í Grafarvogshverfi. Sveppurinn var greindur sem tegundin Fomitopsis pinicola, fúasveppur sem veldur brúnfúa í viði, einkum barrviði en sjaldnar í laufviði. Þetta er fyrsti fundur tegundarinnar hérlendis en hún er algeng víða í Evrópu og Norður Ameríku.

 • 06.06.2007

  Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

  Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

  06.06.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands fékk góða heimsókn þegar nýr umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, heimsótti stofnunina ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. Ráðherra heimsótti Akureyrarsetur í morgun, en Reykjavíkursetur síðastliðinn mánudag. 

 • 05.06.2007

  Ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt

  Ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt

  05.06.2007


  Dagana 7.-11. júní n.k. verður haldin ráðstefna um fléttur af fjörusvertuætt á Akureyri. Ráðstefnan er haldin af Akueyrarsetri Náttúrufræðistofnunar í samvinnu við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Starri Heiðmarsson, fagsviðsstjóri í grasafræði við Náttúrufræðistofnun, hefur veg og vanda af skipulagningu ráðstefnunnar en hana munu sækja 11 erlendir sérfræðingar. Þetta er í annað skiptið sem sérfræðingar um fjörusvertuætt hittast á ráðstefnu en fyrri ráðstefnan var haldin í Graz í Austurríki 1997.


 • 24.05.2007

  Enginn asi á geitungum

  Enginn asi á geitungum

  24.05.2007


  Á vorin ríkir gjarnan nokkur eftirvænting vegna geitunga og er skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun oft spurður að því hvernig þeim reiðir af að afloknum vetri. Flestir vonast eftir svari á einn veg. Það hefur gjarnan gerst á góðviðrisdegi upp úr miðjum maí að geitungar hafi geyst fram á völlinn og orðið nokkuð áberandi. Þetta hefur enn ekki gerst þetta vor 2007. Er það fyrirboði?

 • 18.05.2007

  Ráðstefna sérfræðihóps Bernarsamnings um ágengar framandi tegundir haldin á Íslandi

  Ráðstefna sérfræðihóps Bernarsamnings um ágengar framandi tegundir haldin á Íslandi

  18.05.2007

  Dagana 22.–24. maí nk. hittast í Reykjavík um 60 sérfræðingar frá um 30 Evrópulöndum, Evrópusambandinu, Evrópuráðinu og nokkrum öðrum alþjóðlegum stofnunum og samningum á sviði umhverfismála til að fjalla um ágengar framandi tegundir, þ.e. innfluttar lífverur sem skaða upprunalegt lífríki viðkomandi lands eða svæðis.

 • 07.05.2007

  Skotinn örn og brenndir varphólmar

  Skotinn örn og brenndir varphólmar

  khs_rontgen_myndataka_web

  07.05.2007

  Illa lítur út með arnarvarp í ár. Aðeins er vitað um 33 arnarhreiður nú í vor samanborið við allt að 44 á síðustu árum. Arnarstofninn er nú talinn 64 fullorðin pör og virðist standa í stað eftir hægan en samfelldan vöxt um langt skeið. Tæpur helmingur arnarpara hefur því ekki orpið að þessu sinni en ernir verpa í apríl. Ekki er ljóst hvað veldur en veðráttan í vor og síðla vetrar var örnum hagstæð og var búist við góðu arnarvarpi.

 • 04.05.2007

  Sýning Náttúrufræðistofnunar í Þjóðmenningarhúsinu - SURTSEY 1963-2130

  Sýning Náttúrufræðistofnunar í Þjóðmenningarhúsinu - SURTSEY 1963-2130

  04.05.2007

  Sýningin Surtsey - jörð úr ægi verður opnuð almenningi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu n.k. mánudag, 7. maí. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir sýningunni og hefur notið stuðnings fjölda stofnana og fyrirtækja til þess að ógleymdum ráðuneytum umhverfis- og menntamála. 40 ár eru liðin 5. júní nk. frá því eldgosi lauk í Surtsey en það braust upp á yfirborð sjávar 14. nóvember 1963. Surtsey var tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO og er niðurstöðu að vænta á árinu 2008.

 • 04.05.2007

  Frjómælingar hafnar

  Frjómælingar hafnar

  04.05.2007


  Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl og á Akureyri 24. apríl. Seljufrjó og lyngfrjó hafa mælst samfellt frá 22. apríl. Um síðustu helgi sprungu karlreklar alaskaaspar út og á laugardag náði frjótala aspar tveggja stafa tölu fyrir norðan (fór í 63 á sunnudag, 29.4) en í Reykjavík mældust fyrstu asparfrjóin á sunnudag. Búast má við að asparfrjó verði í loftinu næstu tvær vikur, minna þegar væta er en meira þegar veður helst þurrt.

 • 21.04.2007

  Frjósöm vötn á Hrafnaþingi

  Frjósöm vötn á Hrafnaþingi

  21.04.2007


  Ísland er að mörgu leyti sérstakt í vatnafræðilegu tilliti. Fjölbreytni er mikil og hér er að finna fimbulköld jökulvötn og hrjóstrug dragavötn en einnig ljúf lindavötn og funheita hveralæki. Ísland er einnig mjög vatnsríkt og afrennsli á hverja flatareiningu með því mesta sem þekkist í Evrópu.


 • 10.04.2007

  Lífshættir og aðlögun fléttna á Hrafnaþingi

  Lífshættir og aðlögun fléttna á Hrafnaþingi

  10.04.2007


  Á Íslandi hafa fundist rúmlega 700 tegundir fléttna og vafalítið er allmargar tegundir ófundnar enn. Fléttur er afar vinsæll lífsmáti hjá asksveppum sem þá nýta grænþörunga og/eða blágrænar bakteríur sem frumframleiðendur í fléttunni.

 • 03.04.2007

  60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar

  60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar

  03.04.2007


  Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 60% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands og nær þrír af hverjum fjórum telja að starfsemi stofnunarinnar skipti miklu máli í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í marsmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Alltaf má auðvitað gera betur og þessi niðurstaða er hvatning til þess,“ segir Jón Gunnar.


 • 29.03.2007

  Ár liðið frá Mýraeldum

  Ár liðið frá Mýraeldum

  29.03.2007

  Hvaða áhrif höfðu Mýraeldar á lífríki?

  Þann 30. mars 2007 er ár liðið frá því að hinir miklu sinueldar komu upp á Mýrum en þeir geisuðu með hléum í þrjá sólarhringa. Eldarnir fóru yfir 72 km2 landsvæði og eru mestu sinueldar sem þekktir eru í gjörvallri Íslandssögunni. Mýraeldar voru líkastir náttúruhamförum og stóð mikil barátta við að hemja útbreiðslu þeirra og koma í veg fyrir að þeir grönduðu mannvirkjum og búpeningi á Mýrum. Slökkvistarf tókust giftusamlega og lítið sem ekkert eignatjón varð í eldunum.

   

 • 27.03.2007

  Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum

  Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum

  27.03.2007

   

  Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist í umsögn gegn leyfisveitingu til VST til að gera tilraunir með svefnlyf til að fækka sílamáfi á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður veitti Umhverfisstofnun undanþáguna og er fyrirhugað að bera út svefnlyf í byggðir sílamáfa á höfuðborgarsvæðinu í vor. Garðaholt, Rjúpnahæð og Vatnsendi eru nefnd sem hugsanleg svæði en NÍ gerir alvarlegar athugsemdir við þetta svæðaval og bendir m.a. á í umsögn sinni að erlendis sé gerð krafa um að slíkar aðgerðir séu aðeins heimilaðar á svæðum þar sem hægt er að takmarka umferð almennings, a.m.k tímabundið. Telur stofnunin engan þessara staða koma til greina við slíkar tilraunir enda vaxandi byggð allt um kring.

   

 • 22.03.2007

  Er vorið komið?

  Er vorið komið?

  22.03.2007


  Það er afar misjafnt hvað fólk velur sér sem vorboða. Margir velja heiðlóuna, aðrir eru varkárari og bíða kríunnar. Hrossaflugan Tipula rufina er einn vorboða skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun. Á henni er sjaldnast óðagot, en hún hefur löngum kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og bíða þar til vika er liðin af maí. Ein var þó ekki á þeim buxunum að þessu sinni, en hún sat stolt af sínum löngu fótum á húsvegg í Hafnarfirði 17. mars síðastliðinn.


 • 19.03.2007

  Ræður særokið kjarrvexti birkis á Íslandi?

  Ræður særokið kjarrvexti birkis á Íslandi?

  19.03.2007


  Íslenska birkið er mestmegnis kjarr og lægra en tveir metrar enda þótt finna megi stórvaxið birki á stöku stað inn til landsins. Að þessu leyti sker Ísland sig nokkuð úr öðrum svæðum við norðurjaðar tempraða beltisins þar sem birkið er 3-6 metrar á hæð og 10-12 m þar sem skilyrði eru best. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur fjallar á Hrafnaþingi, n.k miðvikudag, um stærð og vöxt íslenska birkisins, m.a. eftir landslagi og vegðurfari og um hugsanleg tengls særoks og kjarrvaxtar birkisins. Hrafnaþing er öllum opið og hefst kl. 12:15 stundvíslega. • 18.03.2007

  Sýning á steinasýnum Jónasar Hallgrímssonar

  Sýning á steinasýnum Jónasar Hallgrímssonar

  18.03.2007


  Á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og verður þess minnst með ýmsu móti. Á sýningu sem opnuð verður n.k. miðvikudag 21. mars í Amtsbóksafninu á Akureyri verður ekki aðeins staðnæmst við skáldið heldur einnig náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson. Þar gefur m.a. að líta nokkur þeirra jarðfræðisýna sem Jónas safnaði á ferðum sínum um Ísland á árunum 1837–1842 og varðveitt eru í vísindasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands og í Jarðfræðisafni Kaupmannahafnarháskóla.


 • 06.03.2007

  Náttúruvernd á Hrafnaþingi

  Náttúruvernd á Hrafnaþingi

  06.03.2007


  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, heldur fyrirlestur á Hrafnaþingi miðvikudaginn 7.mars kl. 12.15 um náttúruvernd og náttúruverndaráætlun. Í fyrirlestrinum rekur Jón Gunnar í stuttu máli sögu náttúruverndar á Íslandi eftir setningu fyrstu náttúruverndarlaga árið 1956 og setur í samhengi við þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Sjá nánar um efnið hér.


 • 27.02.2007

  Ókeypis á Náttúrugripasafnið!

  Ókeypis á Náttúrugripasafnið!

  27.02.2007

  Ákveðið hefur veirð að hætta að innheimta aðgangseyri í Náttúrugripasafnið og gildir sú ákvörðun frá og með 27. febrúar 2007. Um nokkurra ára skeið hefur verið innheimt 300 kr. gjald af 17 ára og eldri, nema hvað nemendur fengu frítt inn. Meira um safnið hér.

 • 26.02.2007

  Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt

  Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt

  26.02.2007


  Fleiri hundruð manns heimsóttu sýningarsali NÍ á Hlemmi á Safnanótt og það var greinilegt að megin aðdráttaraflið var hvítabjörninn í biðstöð Strætó á Hlemmi en frá henni lágu „hvítabjarnarspor“ sem leiddu gesti í sýningarsalina og Möguleikhúsið. Hvítabjörninn verður á Hlemmi fram til 5. mars n.k. Ókeypis er í sýningarsalina frá og með 27. febrúar.


 • 21.02.2007

  Náttúran tekur völdin á Hlemmi!

  Náttúran tekur völdin á Hlemmi!

  21.02.2007


  Á Safnanótt Vetrarhátíðar, föstudaginn 23. febrúar nk., mun Náttúrufræðistofnun Íslands færa út kvíarnar og kynna starfsemi sína á Hlemmi og í Möguleikhúsinu. Sýningar­salirnir verða opnir til miðnættis og er aðgangur ókeypis. Í biðstöð Strætó hefur verið komið fyrir hvítabirni sem Veiðisafnið á Stokkseyri lánaði stofnuninni af þessu tilefni. Þar verður björninn til 4. mars n.k


 • 18.02.2007

  Jarðfræðileg fjölbreytni á Hrafnaþingi

  Jarðfræðileg fjölbreytni á Hrafnaþingi

  18.02.2007


  Hugtakið líffræðileg fjölbreytni er orðið þekkt í umræðu um náttúruvernd en færri þekkja hugtakið jarðfræðileg fjölbreytni (e: geodiversity). Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, kynnir það á Hrafnaþingi miðvikudaginn 21. febrúar nk.


 • 16.02.2007

  Mýraeldar og skógvist á Fræðaþingi

  Mýraeldar og skógvist á Fræðaþingi

  16.02.2007

  Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar kynna niðurstöður úr tveimur verkefnum á Fræðaþingi langbúnaðarins 15.-16.febrúar. Það er annars vegar SKÓGVIST sem fjallar um áhrif skógræktar á líf og land og MÝRAELDAR, rannsóknaverkefni sem hófst í kjölfar mestu sinuelda síðari tíma vorið 2006.

 • 08.02.2007

  Mosafræðingur frá Svíþjóð í heimsókn á N.Í.

  Mosafræðingur frá Svíþjóð í heimsókn á N.Í.

  08.02.2007


  Dr. Henrik Weibull, mosafræðingur, frá SvíþjóðÍ lok janúar kom Dr. Henrik Weibull, mosafræðingur, frá Svíþjóð til Íslands á vegum Náttúrufræðistofnunar. Hann dvaldi hér í eina viku við aðkallandi greiningar á mosum sem safnað var á háhitasvæðum sumarið 2006 en Bergþór Jóhannsson mosafræðingur sem greindi alla mosa á NÍ í meira en 40 ár, lést á síðasta ári. Um 10 norrænar mosategundir finnast aðeins á Íslandi og eru þær flestar bundnar við búsvæði sem tengjast jarðhita eða eldfjallaumhverfi. Henrik fór í vettvangsskoðun um Reykjanes í ferðinni og skoðaði mosa, m.a. við Kleifarvatn og hverina á Reykjanesi.

 • 05.02.2007

  Hvaða erindi á Surtsey á heimsminjaskrána?

  Hvaða erindi á Surtsey á heimsminjaskrána?

  05.02.2007

  Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List 2007Endurnýjaðri tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var skilað til höfuðstöðva UNESCO í París í lok janúar s.l. en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en á miðju ári 2008. Þá skýrist hvort Surtsey kemst í hóp tæplega 800 menningar- og náttúruminjum sem taldar eru hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina.

 • 25.01.2007

  Safnið opnað á ný

  Safnið opnað á ný

  25.01.2007


  Náttúrugripasafnið á Hlemmi var opnað aftur fimmtudaginn 24. janúar en safnið hefur verið lokað frá 12. desember 2006 þegar mikill vatnsskaði varð í sýningarsal á 4. hæð. Í stað geirfuglsins sem keyptur var til landsins 1971 verður þar nú til sýnis forvitnilegt líkan af geirfugli sem Kristján Geirmundsson hamskeri frá Akureyri gerði úr langvíuhömum á árinu 1938.

 • 22.01.2007

  Kóralsvæði á Hrafnaþingi

  Kóralsvæði á Hrafnaþingi

  22.01.2007


  Djúpsjávarkórallar við ÍslandDjúpsjávarkórallar og vistkerfi þeirra eru viðfangsefni Sigmars A. Steingrímssonar, sjávarlíffræðings á Hrafnaþingi n.k. miðvikudag 24. janúar. Kóralsvæði hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og er víða stefnt að því að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra með því að banna veiðar á þeim.

 • 22.01.2007

  Fuglatalning í janúar 2007

  Fuglatalning í janúar 2007

  22.01.2007


  Hin árvissa vetrarfuglatalning fór að þessu sinni fram helgina 6.-7. janúar 2007 en Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt þessar talningar frá 1952. Talið var á um 150 einstökum svæðum um land allt og hafa niðurstöður þegar borist frá 132 svæðum. Alls tóku um 130 manns þátt í talningunni og voru það allt sjálfboðaliðar eins og ávallt í sögu þessara talninga. Þetta eru álíka mörg svæði og í fyrra en þá var metþátttaka. Bráðabirgðaniðurstöður má finna hér og þar er jafnframt hægt að skoða tölur allt til 2002, ásamt samanburði milli ára.


 • 02.01.2007

  Nýárskveðja

  Nýárskveðja

  02.01.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar landsmönnum allra heilla og velfarnaðar á nýju ári og vonar að ný vefsíða stofnunarinnar megi verða sem flestum vettvangur fróðleiks um náttúru landsins okkar.