Hvaða erindi á Surtsey á heimsminjaskrána?

05.02.2007
Nomination of Surtsey for the UNESCO World Heritage List 2007Endurnýjaðri tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var skilað til höfuðstöðva UNESCO í París í lok janúar s.l. en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en á miðju ári 2008. Þá skýrist hvort Surtsey kemst í hóp tæplega 800 menningar- og náttúruminjum sem taldar eru hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina.

En hvaða erindi á Surtsey á þessa miklu skrá? Það munu þeir Snorri Baldursson og Sigurður H. Magnússon sérfræðingar á NÍ fjalla um á Hrafnaþingi miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12.15-13.

Hrafnaþing er haldið í Möguleikhúsinu á Hlemmi og er öllum opið.

Tilnefning Surtseyjar á Heimsminjaskrán UNESCO