Mýraeldar og skógvist á Fræðaþingi

16.02.2007
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar kynna niðurstöður úr tveimur verkefnum á Fræðaþingi langbúnaðarins 15.-16.febrúar. Það er annars vegar SKÓGVIST sem fjallar um áhrif skógræktar á líf og land og MÝRAELDAR, rannsóknaverkefni sem hófst í kjölfar mestu sinuelda síðari tíma vorið 2006.

Á Fræðaþingi landbúnaðarins er óvenju viðamikil og fjölbreytt dagskrá. Náttúrufræðistofnun

Fyrsta bindi af fimm í Mosaflóru Svía.
Íslands á aðild að tveimur viðamiklum verkefnum sem fjallað verður um í sérstökum málstofum.

Verkefnið SKÓGVIST fjallar um áhrif skógræktar á samfélag, landslag og lífríki. Á þinginu eru kynntar rannsóknir á framvindu gróðurs og dýralífs sem verður í kjölfar þess að skógi er plantað í skóglaust land. Einnig er borið saman lífríki birkiskóga og plantaðra barrskóga.

Hins vegar er um að ræða verkefnið Mýraeldar, sem hófst vorið 2006 eftir sinueldana miklu á Mýrum. Fyrstu niðurstöður rannsókna á áhrifum eldanna á lífríki liggja nú fyrir og eru þær kynntar á Fræðaþinginu.

Bæði þessi verkefni verða á dagskrá föstudaginn 16. febrúar, Skógvistarverkefnið fyrir hádegi, en Mýraeldarnir eru til umfjöllunar undir lok þingsins. Í ráðstefnuriti sem kom út í upphafi þings er að finna á annan tug greina þar sem fjallað er um niðurstöður úr þessum tveimur verkefnum. Greinarnar verða aðgengilegar á vef Bændasamtakanna eftir Fræðaþingið.

Nánari upplýsingar um Fræðaþingið