Vetrarfuglatalning 2007

20.12.2007
Hin árlega vetrarfuglatalning fer fram sunnudaginn 30. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Ef veður er óhagstætt geta talningarmenn valið annan dag en þurfa þá að hafa samráð við talningarmenn í næsta nágrenni.

Flugfjaðrir á fyrsta árs fugli. Ljósm. Erling Ólafsson.

Niðurstöður talninga verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar um vetrarfuglatalningar jafnskjótt og þær berast. Sjá einnig flýtival á þá síðu hér til vinstri.

Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði o.fl. veita Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson.