Ráðstefna um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum

15.09.2009
Dagana 16. til 18. september verður haldin ráðstefna á Hótel Örk um kortlagningu og vöktun gróðurs og landslags á norrænum slóðum "Mapping and Monitoring of Nordic Vegetation and Landscape". Að ráðstefnunni stendur Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt nokkrum stofnunum á Norðurlöndum.

Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðleg ráðstefna á þessu sviði er haldin á Norðurlöndum. Þátttakendur verða 105 frá 15 löndum. Lykilfyrirlesarar eru fjórir en að auki verða 48 almennir fyrirlestrar. Einnig munu um 20 aðilar kynna viðfangsefni sín á veggspjöldum. Ráðstefnustjóri verður Anders Bryn frá Norsk institutt for skog og landskap að Ási í Noregi.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Týrusporðdrekinn sem er hjá Náttúrufræðistofnun. Myndin er tekin áður en ungarnir komu í heiminn. Ljósm. Erling Ólafsson.