Fréttir

 • 22.12.2009

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

  22.12.2009 • 21.12.2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  21.12.2009


  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiddu 2009 og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

 • 21.12.2009

  Vetrarfuglar á Suðvesturlandi í 50 ár - hrun í svartbaksstofninum

  Vetrarfuglar á Suðvesturlandi í 50 ár - hrun í svartbaksstofninum

  21.12.2009

   

  Vetrarfuglar hafa verið taldir um jólaleytið í nær 60 ár eða frá 1952. Sjálfboðaliðar annast þessar talningar sem ná nú til um 150 svæða um land allt. Niðurstöður áranna 2002-2008 eru aðgengilegar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á ráðstefnu Líffræðifélagsins í nóvember 2009 kynntu þau Guðmundur A. Guðmundsson, Svenja N.V. Auhage og Kristinn Haukur Skarphéðinsson langtímavísitölur fyrir 19 algengar fuglategundir á Suðvesturlandi (1959-2008) (sjá bls. 60). Þar kom m.a. fram að svartbaki hefur fækkað gríðarlega á þessum tíma. Hvítmáfi fjölgaði fram undir 1985 en hefur verið á stöðugri niðurleið síðan. Dílaskarfur og toppskarfur sveiflast í takt við talningar á varpstöðvum, sá fyrrnefndi hefur verið i vexti undanfarin ár en toppskarfi fækkar. Vaðfuglarnir sendlingur, tildra og stelkur hafa fylgst lengi að, en hefur ásamt tjaldi fækkað um helming í fjörum á Suðvesturlandi undanfarin sjö ár.

   

 • 21.12.2009

  Skoffínið kveðið niður - minningargrein

  Skoffínið kveðið niður - minningargrein

  21.12.2009


  Skoffín þekkja margir í merkingunni fífl eða kjáni og stundum sem gæluorð um börn. Svo eru til skoffín sem náttúrufyrirbrigði og er það skilgreint sem afkæmi refs og hundstíkur. Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins og er hugtakið einnig notað yfir illan anda, myrkramann og læðupoka.

 • 14.12.2009

  Vetrarfuglatalning 2009

  Vetrarfuglatalning 2009

  14.12.2009

  Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 27. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.

 • 04.12.2009

  Nýtt gróðurkort af Hrísey og útbreiðslu ágengra tegunda

  Nýtt gróðurkort af Hrísey og útbreiðslu ágengra tegunda

  ggc_hrisey_2009_111

  04.12.2009

  Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er komin út ný skýrsla um gróðurfar í Hrísey og fylgir henni gróðurkort af eynni. Skýrslan er unnin fyrir Akureyrarbæ en vettvangsvinna hófst haustið 2007. Markmið með verkefninu var að fá yfirlit yfir gróðurfar í Hrísey og var sérstök áhersla lögð á að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils og fá þannig skýra mynd af framgangi þessara tegunda sem hafa breiðst hratt út í Hrísey á síðustu áratugum. Jafnframt væri hægt að spá fyrir um líklegar breytingar í framtíðinni. Auk gróðurkorta af Hrísey er útbreiðsla alaskalúpínu, skógarkerfils og ætihvannar rakin og birt á kortum í skýrslunni.

 • 01.12.2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2009

  01.12.2009


  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

 • 01.12.2009

  Bernarsamningurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu 30 ára. Aðildarríki orðin 50 að tölu og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins

  Bernarsamningurinn um vernd villtrar náttúru í Evrópu 30 ára. Aðildarríki orðin 50 að tölu og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins

  01.12.2009

  Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu var samþykktur og lagður fram til undirritunar í Bern í Sviss 19. september 1979. Í tilefni af þessu 30 ára afmæli samningsins var árlegur fundur aðildarríkjanna haldinn í Bern 23. – 26. nóvember sl. í boði svissnesku ríkisstjórnarinnar. Þetta var í fyrsta sinn í sögu samningsins að fundurinn er haldinn utan Evrópuráðsins í Strasbourg í Frakklandi þar sem hann er vistaður. Fundurinn, sem var vel sóttur af aðildarríkjum, áheyrnarríkjum og alþjóðlegum samningum og samtökum, markaði tímamót þar sem fjöldi aðildarríkja varð 50 ríki með aðild Bosníu-Herzegóvínu, Svartfjallalandi og Georgíu. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og forseti samningsins setti fundinn og stýrði honum (opnunarávarp). Hann var einróma endurkjörinn í fundarlok að tillögu ríkja Evrópusambandsins. Fundurinn samþykkti sérstaka yfirlýsingu, The Bern Declaration, um framtíðaráherslur á sviði náttúruverndar í tengslum við ár Sameinuðu þjóðanna, 2010, um líffræðilega fjölbreytni.