Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning

30.09.2010

Bókin Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning kemur út nú um mánaðamótin. Bókin er gefin út til að minnast þess að árið 2009 voru 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár síðan hann gaf út tímamótarit sitt Uppruni tegundanna.

Í bókinni er þráðurinn tekinn upp þar sem Darwin skildi við hann og raktar ýmsar hugmyndir og niðurstöður úr þróunarfræðirannsóknum síðari tíma á sviði líffræði, jarðfræði, trúarbragðafræði og vísindasagnfræði.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út. Nánar um bókina í tilkynningu HÍB.

Útgáfuhátíð verður 5. október nk. í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (frá 16:30 til 18:00) og er hún öllum opin. Um verður að ræða stutta kynningu, tvö 10 mínútna erindi og síðan léttar veitingar. Dagskrá:

16:30 Kynning á bókinni Arfleifð Darwins
16:40 – 16:50 Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins - Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
16:50 – 17:00 Hvunndagshetjan Darwin - Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands
17:00 – 18:00 Léttar veitingar - bókin verður til sýnis og til sölu.