Fiðrildi á Vísindavöku 2010

29.09.2010

Mörg hundruð manns sóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í lok september. Yfirskrift sýningarinnar var Á vængjum fögrum - Fiðrildi og var þar kynning á fiðrildum á Íslandi, bæði íslenskum fiðrildum og fiðrildum sem eru slæðingar eða flækingar - berast til landsins með vindum eða varningi. Kynnt var verkefni um vöktun fiðrilda sem staðið hefur yfir hjá Náttúrufræðistofnun frá því á árinu 1995. Hægt var að skoða ýmis fiðrildi á staðnum, stór sem smá, innlend jafnt sem erlend. Ýmislegt var í boði fyrir börnin og skordýrafræðingur stofnunarinnar, Erling Ólafsson, var á staðnum til að svara spurningum gesta.

Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Almenningur virðist mjög móttækilegur fyrir þessari nálgun ef marka má aðsóknina á Vísindavöku að þessu sinni, en aðsóknarmet var slegið þar sem ca. 4200 gestir sóttu Vísindavöku heim.

Vísindavaka 2010 Vísindavaka 2010 - Kóngasvarmi
Fiðrildi skoðuð í víðsjá. Ljósm. Kjartan Birgisson. Kóngasvarmi var á meðal þeirra tegunda sem til sýnis voru á Vísindavöku. Ljósm. Anette Th. Meier.


Vísindavaka 2010 Vísindavaka 2010
Birta Bjargardóttir, kynningarstjóri hjá Náttúrufræðistofnun, fræðir unga gesti Vísindavöku um fiðrildi. Ljósm. Kjartan Birgisson. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, er hér umkringdur gestum Vísindavöku að útskýra hvernig ljósgildra virkar. Ljósm. Anette Th. Meier.

 

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Á vængjum fögrum, fiðrildi þar sem upplýsingar um fiðrildi eru gerðar aðgengilegar fyrir almenning:

Fræðslubæklingurinn Á vængjum fögrum - Fiðrildi

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýmislegt var í boði fyrir börnin. Ef smellt er á myndirnar birtast þær í nýjum glugga í fullri stærð.

Vísindavaka 2010 - til að lita Vísindavaka 2010 - umbreyting
Skrautfeti til að lita. Getraun var fyrir börnin þar sem tengja átti rétta lirfu við rétt fiðrildi. Rétt svör eru: E - D - A - B - C.