Fréttir
-
15.12.2011
Sextugasta vetrarfuglatalningin
Sextugasta vetrarfuglatalningin
15.12.2011
Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 7.- 8. janúar n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig. Eins nýtast upplýsingarnar til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra fuglategunda.
-
30.11.2011
Farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar á Hrafnaþingi í dag
Farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar á Hrafnaþingi í dag
30.11.2011
Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands flytur erindi sitt um farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar á Hrafnaþingi í dag, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 15:15.
-
29.11.2011
Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár - fræðslufundur Fuglaverndar
Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár - fræðslufundur Fuglaverndar
29.11.2011
Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands og umsjónarmaður fuglamerkinga flytur erindi sitt Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár á fræðslufundi Fuglaverndar í dag, þriðjudaginn 29. nóvember. Fjallað verður um sögu fuglamerkinga á Íslandi og sýnd dæmi um niðurstöður þeirra.
-
22.11.2011
Acta Botanica Islandica nr. 15 er komin út
Acta Botanica Islandica nr. 15 er komin út
22.11.2011
Acta Botanica Islandica er tímarit sem helgað er íslenskri grasafræði og gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands. Í heftinu sem nú kemur út og telur 84 blaðsíður eru greinar um þörunga, sveppi á taði, svepp á dauðri gulvíðigrein, fléttuháða sveppi og vorblóm, auk þess sem þar er að finna yfirlit yfir rannsóknir Ivka M. Munda á íslenskum þörungum.
-
17.11.2011
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir hús- og tækjaverði
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir hús- og tækjaverði
17.11.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða hús- og tækjavörð á starfsstöð sína í Garðabæ. Einnig er laus til umsóknar staða flokkunarfræðings á Akureyrarsetur stofnunarinnar.
-
09.11.2011
Hrafna-Flóki og félagar á Hvaleyri í Hafnarfirði
Hrafna-Flóki og félagar á Hvaleyri í Hafnarfirði
09.11.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands fékk í dag höfðinglega gjöf frá Sigurði Sigurðarsyni frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, búsettum í Hafnarfirði. Um er að ræða útskorið trélistaverk sem kallast Fantasía um komu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar og félaga á Hvaleyri sumarið 870.
-
01.11.2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2011
01.11.2011
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
31.10.2011
Blávatn á Hrafnaþingi
Blávatn á Hrafnaþingi
31.10.2011
Hilmar Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi um Blávatn, nýjasta vatn landsins, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. nóvember.
-
25.10.2011
Fylgifiskar innfluttra pottaplantna
Fylgifiskar innfluttra pottaplantna
25.10.2011
Af og til hefur skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands bent á að innflutningur pottaplantna til landsins er ekki án áhættu fyrir lífríki náttúrunnar okkar. Þó ekki hafi farið fram sérstakar rannsóknir þessu tengdar þá liggja fyrir staðreyndir sem sýna að á þennan hátt berast til landsins smádýr ýmiss konar og sitthvað annað smátt sem lífsanda dregur. Nýlegt dæmi er sláandi.
-
24.10.2011
Garðaklaufhali styrkir stöðu sína
Garðaklaufhali styrkir stöðu sína
24.10.2011
Ýmsum nýjum landnemum úr ríki smádýranna vegnar vel hér hjá okkur um þessar mundir. Einn þeirra er garðaklaufhalinn sem hafði verið reglulegur laumufarþegi með varningi til landsins þar til breyttar og hagstæðari aðstæður gerðu honum kleift að nema hér land og festa sig í sessi. Undanfarið hefur hann gert ærlega vart við sig í Hafnarfirði.
-
19.10.2011
Niðurstöður frjómælinga 2011
Niðurstöður frjómælinga 2011
19.10.2011
Niðurstöður frjómælinga árið 2011 hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Aldrei hafa verið fleiri frjókorn í lofti yfir Reykjavík en í ár og á Akureyri mældust þau yfir meðallagi.
-
17.10.2011
Verndun jarðminja á Hrafnaþingi
Verndun jarðminja á Hrafnaþingi
17.10.2011
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, mun flytja erindi um verndun jarðminja á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. október.
-
07.10.2011
Náttúrufræðistofnun auglýsir fjögur störf laus til umsóknar
Náttúrufræðistofnun auglýsir fjögur störf laus til umsóknar
07.10.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í fjórar lausar stöður. Um er að ræða þrjár stöður sem tengjast kortlagningu vistgerða á landi, í ferskvatni og fjörum á Íslandi og mati á fuglastofnum og helstu búsvæðum þeirra. Einnig er laus staða flokkunarfræðings á Akureyrarsetri stofnunarinnar.
-
06.10.2011
Íslenskir Fuglar eftir Benedikt Gröndal
Íslenskir Fuglar eftir Benedikt Gröndal
06.10.2011
Í dag, fimmtudaginn 6. október kemur út bókin Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826–1907). Bókin er eitt af helstu verkum Benedikts en hefur verið nánast óþekkt, jafnt meðal almennings sem fræðimanna, og er nú gefin út í fyrsta sinn. Í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað.
-
05.10.2011
Rjúpnaveiði minnki frá því í fyrra
Rjúpnaveiði minnki frá því í fyrra
05.10.2011
Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.
-
03.10.2011
Efnistaka og efnistökumöguleikar í Eyjafirði
Efnistaka og efnistökumöguleikar í Eyjafirði
03.10.2011
Töluverðir framtíðarmöguleikar eru á töku byggingarefnis á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá er efnistaka hugsanleg á sjávarbotni í firðinum en frekari jarðfræðirannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt er að skera úr um hvort þeir möguleikar séu raunhæfir. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Náttúrufræðistofnunar um efnisnám og efnistökumöguleika á Eyjarfjarðarsvæðinu sem unnin var fyrir Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Í skýrslunni er yfirlit um helstu efnistökumöguleika í sveitarfélögum á svæðinu, rætt um gerð og gæði efnis í hinum ýmsu jarðmyndunum og bent á þá þætti sem takmarkað gætu efnisnám.
-
26.09.2011
Sveppir alls staðar á Vísindavöku
Sveppir alls staðar á Vísindavöku
26.09.2011
Það var gestkvæmt á sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 23. september síðastliðinn. Yfirskrift sýningarinnar var Sveppir alls staðar. Þar voru veggspjöld með upplýsingum um sveppi, eiginleika þeirra og lífsstíl auk þess sem fræðast mátti um matsveppi. Hægt var að skoða ýmsa sveppi á staðnum, stóra sem smáa.
-
21.09.2011
Náttúrufræðistofnun tekur þátt í Vísindavöku
Náttúrufræðistofnun tekur þátt í Vísindavöku
21.09.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur í sjötta sinn þátt í Vísindavöku Rannís sem verður haldin næstkomandi föstudag, 23. september, í Háskólabíói. Yfirskrift sýningarinnar er Sveppir alls staðar og þar verður kynning á sveppum, eiginleikum þeirra og lífstíl auk þess sem matsveppum verður gefin sérstök athygli.
-
19.09.2011
Folafluga, nýlegur landnemi, á góðri siglingu
Folafluga, nýlegur landnemi, á góðri siglingu
19.09.2011
Um aldamótin síðustu kom í ljós að stór tegund hrossaflugu hafði sest að í Hveragerði, mun stærri en þær hinar sem allir þekkja. Tegundin, Tipula paludosa, fékk heitið folafluga. Hún breiddist fljótlega út í Ölfusinu og hafði borist vestur yfir Hellisheiði til Kollafjarðar árið 2005. Hún hefur nú hafið innreið sína á höfuðborgarsvæðið, illu heilli, því hér er nokkur skaðvaldur á ferð.
-
16.09.2011
Til hamingju með daginn!
Til hamingju með daginn!
16.09.2011
Alla daga ársins eru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands að rannsaka og skoða náttúru Íslands og því er það stofnuninni fagnaðarefni að geta nú, ásamt landsmönnum öllum, haldið sérstaklega upp á „Dag íslenskrar náttúru“ í fyrsta skipti.
-
14.09.2011
Dagur íslenskrar náttúru á Náttúrufræðistofnun
Dagur íslenskrar náttúru á Náttúrufræðistofnun
14.09.2011
Í fyrra ákvað ríkisstjórn Íslands að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagurinn sem valinn var er 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, en sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.
-
12.09.2011
Veiðiþol rjúpnastofnsins 2011
Veiðiþol rjúpnastofnsins 2011
12.09.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2011. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar í þeim skilningi að stofninn nái að sveiflast á milli lágmarks- og hámarksára innan þeirra marka sem náttúruleg skilyrði setja honum hverju sinni. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um land allt. Við þetta bætist að í sumum landshlutum var viðkomubrestur þannig að fækkunin á milli ára rétt fyrir upphaf veiðitíma 2011 er meiri en við var að búast miðað við fall í varpstofni. Fækkun í varpstofni er í takti við náttúrulegar stofnsveiflur rjúpunnar. Miðað við fyrri stofnsveiflur munu næstu ár einkennast af vaxandi rjúpnaþurrð og næsta lágmark verður á árabilinu 2015 til 2018 og næsta hámark 2020 til 2022. Verði mikil afföll reglan á næstu árum er ekki við því að búast að uppsveiflan í lok þessa áratugar verði veruleg.
-
10.09.2011
Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst
Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst
10.09.2011
Frjómagn í Reykjavík í ágúst reyndist rétt í meðallagi og eins og jafnan áður bar mest á grasfrjóum. Einhver frjókorn voru í loftinu alla daga mánaðarins en 21. ágúst var fyrsti dagur sumarsins án grasfrjóa. Á Akureyri var heildarfjöldi nokkru ofan meðallags áranna 1998–2010 og meiri fjöldi en sjö undanfarin sumur. Munar þar mestu um síðustu daga mánaðarins en þá fór hitastig upp undir 20°C og grasfrjó náðu þar með hámarki sumarsins. Fyrsti dagur án frjókorna í lofti kom 15. ágúst, sá dagur var jafnframt með mesta úrkomu í ágúst.
-
08.09.2011
Enskur vefur Náttúrufræðistofnunar
Enskur vefur Náttúrufræðistofnunar
08.09.2011
Stór hluti vefs Náttúrufræðistofnunar hefur nú verið þýddur og birtur á ensku. Tilkoma vefsins gerir samstarfsaðilum og almenningi utan landsteinanna kleift að fylgjast með starfsemi stofnunarinnar. Katelin Parsons á heiðurinn af þýðingunni en hún var að hluta ráðinn til verksins gegnum atvinnuátak Vinnumálastofnunar.
-
07.09.2011
Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi
Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi
07.09.2011
Í gær kynnti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hvítbók fyrir ríkisstjórninni en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem slík hvítbók er unnin með það að markmiði að leggja grunn að smíði nýrrar löggjafar en þau vinnubrögð tíðkast á Norðurlöndum. Bókin er unnin af nefnd um endurskoðun laga um náttúruvernd sem umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 en í henni sátu sérfræðingar á sviði náttúrufræða, stjórnsýslufræða og lögfræði sem margir hafa áratuga reynslu af náttúruverndarstarfi.
-
05.09.2011
Spánarsniglar nema nýja slóð
Spánarsniglar nema nýja slóð
05.09.2011
Spánarsniglar hafa haft heldur hægt um sig í sumar og þeirra lítið orðið vart. Sumarið hóf vissulega seint innreið sína og var óvenju þurrt í langan tíma. Það hvort tveggja kann að hafa haft sitt að segja. Þó hefur komið í ljós að spánarsnigillinn hefur fundið sér nýjar lendur á Akranesi.
-
26.08.2011
Arnarvarp gekk vonum framar
Arnarvarp gekk vonum framar
26.08.2011
Þrátt fyrir afleitt tíðarfar gekk arnarvarp sæmilega árið 2011. Alls komust 29 ungar á legg og hafa ekki verið færri síðan 2006. Einungis 19 pör komu upp ungum en varpárangur þeirra var hins vegar með besta móti, því hlutfallslega mörg þeirra komu upp 2 ungum og eitt þeirra kom upp 3 ungum. Slíkt er afar sjaldgæft hér á landi og er aðeins vitað um 8 slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar. Arnarstofninn telur um 66 pör og hefur staðið í stað undanfarin ár eftir nokkuð samfelldan vöxt frá því laust fyrir 1970. Alls hafa verið merktir 500 ernir hér á landi frá 1939, langflestir undanfarin tíu ár. Assa sem merkt var sem ungi sumarið 2005 varp nú sex ára gömul í fyrsta sinn og hafði þá sest að 85 km frá æskuóðali sínu.
-
23.08.2011
Viðkoma rjúpunnar 2011
Viðkoma rjúpunnar 2011
23.08.2011
Viðkoma rjúpunnar 2011 hefur verið könnuð. Niðurstöður ungatalninga sýna að hörð tíð í vor og fyrri hluta sumars hefur, a.m.k. á Norðausturlandi, haft veruleg neikvæð áhrif á viðkomu rjúpunnar. Talningar í vor sýndu að varpstofninn minnkaði verulega á milli ára og ræður þessi fækkun, ásamt viðkomubresti, því að rjúpnastofninn í upphafi vetrar er miklu minni en verið hefur mörg undanfarin ár.
-
17.08.2011
Fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda komið út
Fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda komið út
17.08.2011
Út er komið fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda en þar er fjallað um litskófarætt (Parmeliaceae), en af henni eru t.d. fjallagrös (Cetraria islandica), litunarskóf (Parmelia omphalodes) og tröllaskegg (Usnea sphacelata).
-
12.08.2011
Fálkatalning 2011
Fálkatalning 2011
12.08.2011
Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar á fálkum er lokið. Niðurstöður talninganna 2011 eru í samræmi við það sem vænta mátti miðað við ástand rjúpnastofnsins og tíðarfar. Ljóst er að vegna niðursveiflu rjúpunnar mun fálkum fækka á næstu árum.
-
05.08.2011
Heildarfjöldi frjókorna í júlí vel yfir meðallagi í Reykjavík
Heildarfjöldi frjókorna í júlí vel yfir meðallagi í Reykjavík
05.08.2011
Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík varð rúmlega 2000 frjó/m3, sem er vel yfir meðallagi, en nær þó ekki sömu hæðum og í fyrra þegar þau voru tæplega 4000 frjó/m3. Frjótala grasa varð hæst þann 18. júlí en daginn eftir voru tún í nágrenni frjógildrunnar slegin og minnkaði frjómagnið þá umstalsvert.
-
02.08.2011
Viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð
Viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð
02.08.2011
Náttúrufræðistofnun og Urriðaholt ehf. hlutu á dögunum viðurkenningu bæjarstjórnar Garðabæjar fyrir smekklega og vel hirta lóð atvinnuhúsnæðis.
-
27.07.2011
Nýir landnemar og landbreytingar í Surtsey 2011
Nýir landnemar og landbreytingar í Surtsey 2011
27.07.2011
Tungljurt, járnsmiður og silfurrani eru meðal nýrra landnema í Surtsey og sjávarrof meitlar stöðugt af eynni þannig að talsverðar breytingar hafa orðið á norðurtanga eyjarinnar síðast liðið ár. Þetta er meðal niðurstaðna vísindamanna Náttúrufræðistofnunar sem fóru í sinn árlega rannsóknaleiðangur dagana 18.-21. júlí s.l.
-
18.07.2011
Vel heppnaður rannsóknaleiðangur í jökuleyjar í Vatnajökli
Vel heppnaður rannsóknaleiðangur í jökuleyjar í Vatnajökli
18.07.2011
Vel heppnuð rannsóknarferð á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands var farin í Esjufjöll í Breiðamerkurjökli dagana 6.-9. júlí síðastliðinn. Esjufjöll rísa hæst í rúmlega 1600 m hæð í ofanverðum Breiðamerkujökli. Þau samanstanda af fjórum fjallsrönum sem stefna suðvestur-norðaustur, Vesturbjörg, Skálabjörg, Esjubjörg og Austurbjörg, og hafa líklega verið íslaus síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk.
-
08.07.2011
Heildarfjöldi frjókorna í júní hefur aldrei mælst jafn mikill í Reykjavík
Heildarfjöldi frjókorna í júní hefur aldrei mælst jafn mikill í Reykjavík
08.07.2011
Heildarfjöldi frjókorna í júní reyndist sá langhæsti til þessa, 3119 frjó í rúmmetra (meðaltalið fyrir júní er 750 frjó í rúmmetra). Birkifrjó voru lang algengust eins og oftast í júní, eða tæplega 2000. Þau hafa aldrei verið fleiri og tímabil birkifrjóa hefur aldrei verið jafn langdregið, hófst um 20 maí og enn eru birkifrjó að mælast.
-
08.07.2011
Vistgerðir á vefnum
Vistgerðir á vefnum
08.07.2011
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa á undanförnum árum sérhæft sig í að skilgreinina og flokka vistgerðir. Alls hafa verið skilgreindar 24 tegundir vistgerða á hálendi Íslands og hafa 8 svæði verið rannsökuð og kortlögð.
-
30.06.2011
Reglur um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda
Reglur um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda
30.06.2011
Þrjár mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum á reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda. Hæðarmörk á ræktun útlendra tegunda hafa verið færð niður í 400m, tegundir sem teljast íslenskar hafa verið skilgreindar og birtur hefur verið listi yfir 15 plöntutegundir sem óheimilt er að flytja til landsins.
-
28.06.2011
Hvítabirnan úr Rekavík
Hvítabirnan úr Rekavík
28.06.2011
Rannsóknum á hvítabirnunni sem felld var í Rekavík 2. maí s.l. er að mestu lokið. Aldursgreiningar, sem byggja á talningu árhringja á tannrótum, sýna að birnan var ríflega þriggja ára. Fituforði hennar var ekki nema um 5% af líkamsþyngd sem er óeðlilega lítið miðað við árstímann.
-
24.06.2011
Ritröðin Acta Naturalia Islandica á rafrænu formi
Ritröðin Acta Naturalia Islandica á rafrænu formi
24.06.2011
Acta Naturalia Islandica var gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands á árunum 1946 til 1995. Útgáfan hefur nú verið skönnuð og gerð aðgengileg á vef stofnunarinnar.
-
14.06.2011
Rjúpnatalningar 2011 - Fréttatilkynning
Rjúpnatalningar 2011 - Fréttatilkynning
14.06.2011
Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2011 sýna fækkun um nær allt land. Rjúpnastofninn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum var í hámarki vorið 2010. Fækkunin er hröð sérstaklega á Norðausturlandi þar sem stofninn helmingaðist á milli ára. Á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi virðist stofninn hins vegar hafa verið í hámarki vorið 2009. Þar sýna talningar nú fækkun eða kyrrstöðu 2010 til 2011. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfækkun rjúpna 26% á milli áranna 2010 og 2011. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2010 til 2011 og veiði 2010.
-
03.06.2011
Erfðarannsóknir á fálkum
Erfðarannsóknir á fálkum
03.06.2011
Íslenski fálkastofninn (Falco rusticolus) er lítill og einangraður stofn en stofnbreytingar fálkans hafa verið vaktaðar í um þrjátíu ár. Sýnt hefur verið fram á að lítill erfðabreytileiki minnkar líkur stofna á að lifa af snöggar breytingar í umhverfinu. Mat á erfðabreytileika er því mikilvægt fyrir stofna í yfirvofandi hættu.
-
26.05.2011
Nýtt frjóalmanak fyrir Reykjavík og Akureyri
Nýtt frjóalmanak fyrir Reykjavík og Akureyri
26.05.2011
Frjóalmanakið sýnir hvenær búast má við frjógerðum sem ýmist valda ofnæmi eða eru góð vísbending um þroska og framvindu gróðurs. Það er hugsað til viðmiðunar fyrir þá sem eru með frjóofnæmi og byggir á 23 og 13 ára vöktun frjókorna í lofti annars vegar í Reykjavík hins vegar á Akureyri.
-
26.05.2011
Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á Íslandi
Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á Íslandi
26.05.2011
Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofnunarinnar í Bandaríkjunum sýna að gróður hefur aukist mikið hér á landi á undanförnum árum. Tunglin greina m.a. gróðurstuðul (NDVI-index) sem er mælikvarði á blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar. Gögn frá tunglunum ná aftur til ársins 1982. Þau hafa verið notuð til að fylgjast með og rannsaka langtímabreytingar á gróðri víða um lönd. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að undanförnu unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland yfir tímabilið 1982 – 2010. Greiningin er gerð í samvinnu við dr. Martha K. Raynolds, gróður- og fjarkönnunarfræðing við háskólann í Fairbanks í Alaska. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir. Þær staðfesta að gróður hefur verið í sókn á Íslandi síðustu ár eins og margir hafa talið sig sjá merki um, samanber nýlega frétt frá Landgræðslu ríkisins. Þetta eru líklega fyrstu mæliniðurstöður af þessu tagi sem birtar eru fyrir landið í heild.
-
17.05.2011
Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi
Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi
17.05.2011
Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir á Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar minjar sem raun ber vitni.
-
13.05.2011
Vefur um alaskalúpínu og skógarkerfil
Vefur um alaskalúpínu og skógarkerfil
13.05.2011
Opnaður hefur verið nýr vefur agengar.land.is þar sem dregnar eru saman upplýsingar um eiginleika og útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils ásamt mögulegum aðgerðum til upprætingar. Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um áhrif ágengra framandi tegunda á lífríki Íslands. Alaskalúpína og skógarkerfill eru framandi plöntutegundir sem voru fluttar til landsins, m.a. til að græða land upp og sem garðaprýði, en teljast nú vera ágengar.
-
11.05.2011
Surtsey á frímerki Sameinuðu þjóðanna
Surtsey á frímerki Sameinuðu þjóðanna
11.05.2011
Póstþjónusta Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út sex ný frímerki með myndum af UNESCO heimsminjum á Norðurlöndum og er Surtsey á einu þeirra. Surtsey fór á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008 sem einstakur staður náttúruminja á heimsmælikvarða. Náttúrufræðistofnun hefur frá upphafi Surtseyjargossins unnið að rannsóknum í Surtsey í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Hafrannsóknastofnunina.
-
09.05.2011
Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár
Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár
09.05.2011
Flestar tegundir sem verpa í óshólmum Eyjafjarðarár eru útbreiddar hér á landi og nær allar algengar. Sjaldgæfasta tegundin á landsvísu er grafönd. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2010 sem unnin var fyrir Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar.
-
29.04.2011
Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi
Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi
29.04.2011
Uppsett eintak af geirfugli er varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands. Geirfuglar voru feitir og pattaralegir svartfuglar og skyldastir álku. Heimkynni þeirra voru beggja vegna Atlantshafs og urpu þeir einkum á afskekktum og fremur lágum úthafseyjum. Geirfuglar voru eftirsóttir vegna kjöts, fiðurs og fitu sem sjómenn notuðu sem ljósmeti og var þeim útrýmt með skefjalausri veiði.
-
26.04.2011
Áhrif loftslagsbreytinga á heimskautagróðurfar
Áhrif loftslagsbreytinga á heimskautagróðurfar
26.04.2011
Hlýnun jarðar er hvað hröðust á norðurhveli jarðar. Í fyrirlestri sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands býður upp á í Háskólanum á Akureyri verður fjallað um áhrif hlýnunarinnar á heimskautagróðurlendi og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru. Erindið verður haldið fimmtudaginn 28. apríl kl. 12:10 í stofu M101 í Miðborg (nýbygging HA).
-
20.04.2011
Ný bók um rannsóknir á plöntuleifum úr íslenskum jarðlögum
Ný bók um rannsóknir á plöntuleifum úr íslenskum jarðlögum
20.04.2011
Bókin er afrakstur rannsókna á plöntuleifum úr jarðlögum, kortlagningu þeirra og aldursgreiningar, auk samanburðarannsókna við aðrar steingerðar og núlifandi tegundir og lýsingu á frjókornum. Friðgeir Grímsson, einn höfunda, nýtti vísindasafn steingervinga á Náttúrufræðistofnun til rannsóknanna og var hann jafnframt starfsmaður stofnunarinnar.
-
18.04.2011
Vinnustofa í fjarkönnun
Vinnustofa í fjarkönnun
18.04.2011
Þann 7. - 8. apríl s.l. var haldin tveggja daga vinnustofa í fjarkönnun á Náttúrufræðistofnun Íslands. Leiðbeinandi var Dr. Martha Raynolds frá háskólanum í Fairbanks í Alaska. Martha hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum og kortlagningu á gróðri á norðurheimsskautssvæðum.
-
15.04.2011
Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi
Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi
15.04.2011
Rannsóknir fara nú fram á tengslum heilbrigðis við stofnbreytingar íslensku rjúpunnar en rannsaka á í a.m.k. tíu ár nokkra þætti sem endurspegla heilbrigði hennar, þ.e. holdarfar, sjúkdómsvalda, virkni ónæmiskerfis og fitukirtils og streituástand. Meginspurningarnar eru hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga, og einnig hver séu innbyrðis tengsl þeirra þátta sem lýsa heilbrigði rjúpunnar.
-
12.04.2011
Breytingar eiga sér stað á lífríki landsins okkar
Breytingar eiga sér stað á lífríki landsins okkar
12.04.2011
Um þessar mundir verðum við vitni að umtalsverðum breytingum á lífríki Íslands. Talið er að hlýnandi loftslag eigi ríkan þátt í því ásamt ýmsum breytingum sem orðið hafa á högum og athöfnum okkar mannanna. Breytingar hafa orðið á búskaparháttum og landnýtingu með minnkandi beitarálagi búsmala því samfara. Minnkandi sauðfjárbeit sem dæmi hefur heilmikil keðjuverkandi áhrif á lífríkið almennt samfara hlýnandi loftslagi.
-
05.04.2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011
05.04.2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 18. sinn föstudaginn 1. apríl s.l. í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur og voru haldin mörg athyglisverð erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni, þ. á m. um myndun útfellinga í Eyjafjallagosunum, vöktun frjókorna í lofti, vöktun fiðrilda og aðgerðir gegn ágengum tegundum. Sagt var frá hugmyndum um framsetningu gagna stofnunarinnar til almennings og atburðarásinni við strand og verkun á steypireyðinni, sem strandaði á Skaga s.l. sumar, var lýst.
-
04.04.2011
Áhrif loftslagbreytinga á heimskautagróðurlendi á Hrafnaþingi
Áhrif loftslagbreytinga á heimskautagróðurlendi á Hrafnaþingi
04.04.2011
Hlýnun jarðar er hvað hröðust á norðurhveli jarðar. Í fyrirlestri á Hrafnaþingi verður fjallað um áhrif hlýnunarinnar á heimskautagróðurlendi og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru.
-
28.03.2011
Sjófuglar við Ísland
Sjófuglar við Ísland
28.03.2011
Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars 2011 um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.
-
28.03.2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011
28.03.2011
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ föstudaginn 1. apríl kl. 13:15 – 19:00. -
21.03.2011
Ár liðið frá upphafi goss í Eyjafjöllum
Ár liðið frá upphafi goss í Eyjafjöllum
21.03.2011
Í gær, 20. mars, var liðið ár frá því að gos hófust í Eyjafjöllum en þau stóðu í tvo mánuði. Gosin hófust með sprungugosi á Fimmvörðuhálsi en síðar tók við sprengigos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunar fylgdust með gosunum og söfnuðu sýnum af gosefnum fyrir steinasafn stofnunarinnar. Sérstök áhersla var lögð á að safna sýnum af útfellingum sem myndast í eldgosum eða í kjölfar þeirra.
-
18.03.2011
Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni á Hrafnaþingi
Sameindaerfðafræði til að meta líffræðilega fjölbreytni á Hrafnaþingi
18.03.2011
Grunneining líffræðilegrar fjölbreytni í stofni er erfðabreytileiki einstaklingsins. Stofnar, tegundir, ættkvíslir og heilu vistkerfin standa og falla með fjölbreytileika erfðamengja einstaklinganna. Erfðabreytileiki stofns gefur innsýn í lýðfræðilega byggingu og þróunarsögu stofns. Þannig er skortur á erfðabreytileika til vitnis um að stofn hafi hrunið, á meðan mikill erfðabreytileiki í stofni er til marks um heilbrigða blöndun á erfðabreytileika.
-
16.03.2011
Frjókorn rauðelris láta á sér kræla
Frjókorn rauðelris láta á sér kræla
16.03.2011
Fáum dettur í hug frjókorn nú þegar jörð er alhvít. Hins vegar hafa hlýindin í síðari hluta febrúar og byrjun mars dugað til að rauðelrið fór af stað, opnaði og teygði úr karlreklunum sem nú hanga niður, þannig að vindur hefur greiðan aðgang að frjóhirslum og þar með geta frjókornin dreifst út í andrúmsloftið. Frjókorn elris eru samt mjög staðbundin við næsta nágrenni vaxtarstaðar trjánna.
-
16.03.2011
Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins
Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins
16.03.2011
Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu var haldinn í desember sl. í Strasbourg og hefur fundargerð frá fundinum nú verið samþykkt.
-
07.03.2011
Fjölmenni á opnu húsi
Fjölmenni á opnu húsi
07.03.2011
Gífurleg aðsókn var á opið hús á Náttúrufræðistofnun síðastliðinn laugardag en á milli fimm og sex þúsund gestir lögðu leið sína í Urriðaholtið til að sækja stofnunina heim. Þessi mikli áhugi þykir sýna hversu frjór jarðvegurinn er fyrir fræðslu um náttúru landsins og þörfina fyrir sýningarsafn í náttúrufræðum.
-
03.03.2011
Opið hús 5. mars 2011
Opið hús 5. mars 2011
03.03.2011
Laugardaginn 5. mars verður opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá kl. 13 til 17 í nýjum heimkynnum stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.
-
03.03.2011
Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja á Hrafnaþingi
Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja á Hrafnaþingi
03.03.2011
Hinar gömlu úteyjar Vestmannaeyja mynduðust fyrir þúsundum ára í neðansjávargosum líkt og Surtsey. Líta má á þær sem „gamlar Surtseyjar” sem sýna í hvaða átt landmótun og framvinda vistkerfis í Surtsey mun stefna er aldir líða. Úteyjarnar gömlu eru því sérstaklega áhugaverðar í öllum samanburði við Surtsey.
-
28.02.2011
Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíð minkaveiða
Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíð minkaveiða
28.02.2011
Átaksverkefni um staðbundna útrýmingu minks fór fram í Eyjafirði og á Snæfellsnesi 2007-2010. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur af því og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Merkjanlega góður og skjótur árangur náðist í Eyjafirði. Hægar gekk að fækka mink á Snæfellsnesi en þar hefur þó einnig orðið veruleg fækkun.
-
28.02.2011
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts
28.02.2011
Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar samkvæmt könnun Capacent sem gerð var dagana 2. – 10. febrúar s.l. Sama könnun hefur verið gerð síðan 2007 og er Náttúrufræðistofnun áfram meðal þeirra stofnanna sem nýtur hvað mest trausts.
-
18.02.2011
Samkomulag um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi
Samkomulag um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi
18.02.2011
Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um að vinna að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan sveitarfélagsins. Samkomulagið byggist á samþykktri tillögu til þingsályktunar um Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Unnið verður að friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár og nágrennis.
-
18.02.2011
Gróður við Urriðavatn á Hrafnaþingi
Gróður við Urriðavatn á Hrafnaþingi
18.02.2011
Urriðavatn og nánasta umhverfi er á Náttúruminjaskrá og nýtur bæjarverndar samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar. Friðlandið hefur margþætt gildi en það er vel gróið, gróskumikið með fjölbreyttu gróðurfari þar sem votlendi skipar háan sess. Samspil ólíkra gróðurlenda á tiltölulega litlu svæði og nálægð þess við þéttbýli gefa svæðinu hátt náttúruverndar-, fræðslu- og útivistargildi. Um þetta og fleira verður fjallað á Hrafnaþingi næstkomandi miðvikudag.
-
15.02.2011
Búsvæði tjarnaklukku friðlýst
Búsvæði tjarnaklukku friðlýst
15.02.2011
Blað hefur verið brotið í sögu friðlýsinga á Íslandi. Í fyrsta skipti hefur búsvæði smádýrs verið tekið frá og verndað. Tjarnaklukka, smávaxinn ættingi brunnklukkunnar, sem á sér þekkt athvarf á aðeins einum stað á landinu varð heiðursins aðnjótandi og sömuleiðis Djúpavogshreppur og landeigendur þar austur frá sem tóku tillögunni afar vel og veittu henni brautargengi.
-
09.02.2011
Frjókorn í íslensku hunangi
Frjókorn í íslensku hunangi
09.02.2011
Býflugnarækt og hunangsframleiðsla er nýleg aukabúgrein á Íslandi. Í nýrri skýrslu Náttúrufræðistofnunar er greint frá niðurstöðum frjógreiningar á tíu hunangssýnum frá suður- og suðvesturlandi. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt hunangt er frjógreint.
-
04.02.2011
Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi
Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi
04.02.2011
Umfjöllunarefni Hrafnaþings næstkomandi miðvikudag eru íslenskar fjörufléttur af svertuætt. Greint verður frá fyrstu niðurstöðum rannsókna á afmörkun og þróunarsögu íslenskra tegunda ættarinnar.
-
03.02.2011
Verndun gróðurríkisins á norðurslóðum
Verndun gróðurríkisins á norðurslóðum
03.02.2011
Grasafræðingar á norðurslóðum vinna m.a. saman að gerð gróðurkorta, gagnagrunnum um grasafræði og plöntulistum innan hópsins CAFF flora group.
-
03.02.2011
Sveppabókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin
Sveppabókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin
03.02.2011
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.
-
30.01.2011
Náttúrufræðistofnun í Samfélaginu í nærmynd
Náttúrufræðistofnun í Samfélaginu í nærmynd
30.01.2011
Föstudagsþáttur Samfélagsins í nærmynd þann 28. janúar var sendur út frá Náttúrufræðistofnun. Rætt var við sérfræðinga stofnunarinnar um rannsóknir sem þar eru unnar og gengið var um safnaskálana.
-
30.01.2011
Góð aðsókn á Hrafnaþing
Góð aðsókn á Hrafnaþing
30.01.2011
Góður rómur var gerður að erindi Sigmundar Einarssonar um Búrfellshraun á Hrafnaþingi síðastliðinn miðvikudag. Á sjötta tug manna hlýddu á erindið sem haldið var í nýjum húsakynnum Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti.
-
26.01.2011
Fiðrildavöktun bætist liðsauki
Fiðrildavöktun bætist liðsauki
26.01.2011
Hafist var handa við vöktun fiðrilda hér á landi árið 1995 og stóð Náttúrufræðistofnun Íslands að því. Verkefnið hefur eflst til mikilla muna á seinni árum, en áhugamaður undir Eyjafjöllum, nokkrar náttúrustofur og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa komið inn í verkefnið. Undanfarið hafa starfsmenn þriggja náttúrustofa fengið þjálfun í tegundagreiningum í hinni nýju aðstöðu sem Náttúrufræðistofnun hefur upp á að bjóða á Urriðaholti í Garðabæ.
-
26.01.2011
Búrfellshraun, hraunið við Urriðaholt - erindi á Hrafnaþingi
Búrfellshraun, hraunið við Urriðaholt - erindi á Hrafnaþingi
26.01.2011
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, mun flytja erindi um Búrfellshraunið á Hrafnaþingi á morgun, 26. janúar.
-
17.01.2011
Krían og kreppan - varpvistfræði kríunnar á Snæfellsnesi
Krían og kreppan - varpvistfræði kríunnar á Snæfellsnesi
17.01.2011
Viðkomubrestur og fækkun í varpstofnum kría við Norður Atlantshaf hefur verið viðloðandi í rúman áratug og víða verið tengd ætisskorti. Skortur á viðunandi æti til ungauppeldis veldur hægum vaxtaþroska unga og leiðir oft til víðtæks ungadauða í vörpunum. Að hvaða marki ætisskortur stýrir víðtækum varpbresti má meta með mælingum á hve samstillt tímasetning ungadauða er innan og milli varpa, ásamt mælingum á fæðu, tíðni fæðugjafa og ungavexti. Um þetta fjallar Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun og doktorsnemi í dýravistfræði, í erindi á fræðslufundi Fuglverndar þriðjudagskvöldið 18. janúar.
-
17.01.2011
Kría endurheimt í Brasilíu
Kría endurheimt í Brasilíu
17.01.2011
Fréttavefurinn strandir.is greinir frá endurheimt kríu sem merkt var við Bakkagerði á Ströndum í júlí 2009. Krían fannst í Brasilíu, eða um 9996 kílómetra frá merkingarstaðnum í Bakkagerði. Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með fuglamerkingum á Íslandi og tók á móti tilkynningunni. Um að ræða fyrstu endurheimtu íslenskrar kríu frá Suður-Ameríku.
-
17.01.2011
Erfðafræðirannsóknir á fálka og rjúpu
Erfðafræðirannsóknir á fálka og rjúpu
17.01.2011
Meistaranemi við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun vinna nú að erfðafræðirannsóknum á fálka og rjúpu en sameindaerfðafræðilegar aðferðir eru notaðar við erfðagreiningu á sýnum sem safnað hefur verið síðastliðin þrjátíu ár. Þetta er gert til að varpa ljósi á líffræðilegan fjölbreytileika og vistfræði þessara tegunda.
-
17.01.2011
Iðandi líf í jólatré
Iðandi líf í jólatré
17.01.2011
Íbúi í Hafnarfirði kom með væna grein af jólatrénu sínu til Náttúrufræðistofnunar en tréð hafði reynst líflegra en við var búist. Tréð, sem hann hafði keypt í ræktunarreit í Mosfellsbæ, tók að iða af lífi þegar það var komið á sinn stað inni í stofu.
-
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
17.01.2011
Einir. Nánar má fræðast um eini á Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Gróa Valgerður Ingimundardóttir. -
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands formlega tekin til starfa í Urriðaholti í Garðabæ
Náttúrufræðistofnun Íslands formlega tekin til starfa í Urriðaholti í Garðabæ
17.01.2011
Náttúrufræðistofnunar Íslands tók formlega til starfa í nýjum heimkynnum í Urriðaholti í Garðabæ síðastliðinn föstudag. Við opnunina tóku til máls Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, Eyþór Einarsson elsti starfsmaður Náttúrufræðistofnunar og Ólafur Helgi Ólafsson stjórnarformaður Náttúrufræðihúss ehf.
-
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun tekur formlega til starfa í Urriðaholti
Náttúrufræðistofnun tekur formlega til starfa í Urriðaholti
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur formlega til starfa í dag í nýjum heimkynnum í Urriðaholti í Garðabæ.
-
17.01.2011
Vetrarfuglatalning 2010
Vetrarfuglatalning 2010
17.01.2011
Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 9. janúar n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.
-
17.01.2011
Nýtt fyrirkomulag fuglamerkinga
Nýtt fyrirkomulag fuglamerkinga
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands ber lögum samkvæmt að annast fuglamerkingar hér á landi og veitir hún leyfi til merkinga á villtum fuglum. Fuglamerkingar á Íslandi hófust 1921 á vegum Danans Peter Skovgaard. Skömmu síðar (1932) byrjuðu fuglamerkingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (þá Náttúrugripasafnið). Allan þann tíma hafa aðeins þrír menn borið hitann og þungann af fuglamerkingunum; fyrstu árin Magnús Björnsson, en lengst af Finnur Guðmundsson (til ársins 1978) og Ævar Petersen eftir daga Finns.
-
17.01.2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
17.01.2011
Litskrúðug páfiðrildi vekja athygli
Litskrúðug páfiðrildi vekja athygli
17.01.2011
Páfiðrildin glæsilegu slæðast stöku sinnum til landsins með varningi þó aldrei nema fáein á ári hverju. Það er því athyglisvert að þrjú slík hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands á jafnmörgum dögum.
-
17.01.2011
Yfirlit frjómælinga sumarið 2010
Yfirlit frjómælinga sumarið 2010
17.01.2011
Met var slegið í frjókornafjölda í Reykjavík sumarið 2010 en aldrei áður hafa mælst jafn mörg frjókorn á einu sumri þar, eða ríflega 7000 talsins. Á Akureyri reyndist sumarið í tæpu meðallagi.
-
17.01.2011
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum er komin út hjá bókaforlaginu Skruddu
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum er komin út hjá bókaforlaginu Skruddu
17.01.2011
Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuteiti í listastofunni Reykjavík art gallery á Skúlagötu 30 í Reykjavík kl. 17-19 föstudaginn 5. nóvember. Fluttar verða ræður og hlýtt á harmónikkuleik. Þangað eru allir velkomnir.
-
14.01.2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
14.01.2011
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.