Vetrarfuglatalning 2010

17.01.2011

Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 9. janúar n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.

Vetrarfuglatalningar. ©Daníel Bergmann

Niðurstöður talninga verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar um vetrarfuglatalningar jafnskjótt og þær berast. Sjá einnig flýtival á þá síðu hér til vinstri.

Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði o.fl. veita Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja Auhage.