Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins

16.03.2011

Aðildaríkjafundur Bernarsamningsins um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu var haldinn í desember sl. í Strasbourg og hefur fundargerð frá fundinum nú verið samþykkt.

Á síðasta ári var Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, forseti Bernarsamningsins og Trausti Baldursson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og alþjóðamála, var fulltrúi Íslands.

Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður í Vatnjökulsþjóðgarði og áður starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, sat einnig aðildarríkjafund Bernarsamningsins í desember 2010 sem formaður sérfræðinganefndar um loftslagsbreytingar og líffræðilega fjölbreytni og flutti skýrslu nefndarinnar.

Trausti kynnti jafnframt niðurstöður vinnu að nýjum sáttmála um stangveiðar og líffræðilega fjölbreytni, European Charter on Recreational Fishing and Biodiversity, en sáttmálinn sem er leiðbeinandi var samþykktur á fundi Bernarsamningsins í desember 2010, sjá Documents on recreational fishing.

Gögn frá 30. fundi um Bernarsamninginn

Fundargerð 30. fundar um Bernarsamninginn (word)