Ár liðið frá upphafi goss í Eyjafjöllum

21.03.2011

Í gær, 20. mars, var liðið ár frá því að gos hófust í Eyjafjöllum en þau stóðu í tvo mánuði. Gosin hófust með sprungugosi á Fimmvörðuhálsi en síðar tók við sprengigos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jarðfræðingar Náttúrufræðistofnunar fylgdust með gosunum og söfnuðu sýnum af gosefnum fyrir steinasafn stofnunarinnar. Sérstök áhersla var lögð á að safna sýnum af útfellingum sem myndast í eldgosum eða í kjölfar þeirra.

Á Fimmvörðuhálsi kom upp dílótt millibasalt, meginhlutinn storknaði sem hraun. Samskonar basalt kom einnig við sögu í Eyjafjallajökli en þar var það blandað líparíti áþekku því sem myndaðist í gosi þar árið 1821. Megnið af þessari blöndu sem flokkast sem benmorít og trakýt varð að mjög fínkorna ösku sem dreifðist víða um norðurhvel jarðar.

Eldfjallaútfellingar mynda skánir á yfirborði hrauna, í hraunhellum eða við gígop. Flestar útfellinganna verða til beint úr hraunkvikugasi sem streymir út um op í kólnandi berginu, aðrar myndast úr vatnsgufu og þá einkum í hraunhellum og gígum. Útfellingarnar eru margar vatnsleysanlegar og því viðkvæmar fyrir úrkomu og veðrun og endast yfirleitt ekki lengi nema í hellum. Það er því mikilvægt að skoða gosstöðvarnar tímanlega til að ná sýnum af þeim útfellingum sem þar myndast áður en þær hverfa.

Rannsóknir á erfðamengjum villtra dýra munu gegna mikilvægu hlutverki í verndarlíffræði til að meta erfðabreytileika og finna litningasvæði sem svarar vali í aðlögun. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson
Rannsóknir á erfðamengjum villtra dýra munu gegna mikilvægu hlutverki í verndarlíffræði til að meta erfðabreytileika og finna litningasvæði sem svarar vali í aðlögun. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson
Sprunga í Goðahrauni 5. júní 2010. Grænleitar útfellingar sjást í sprungunni og glóandi hraun undir. Hitastig í sprungunni er langt yfir 400°C, sennilega u.þ.b. 700°C. Ljósm. Kristján Jónasson. Rafeindasmásjármynd af útfellingum úr sprungu í Goðahrauni. Þetta er að öllum líkindum steindin aphthitalít ((K,Na)3Na(SO4)2), en henni hefur einu sinni áður verið lýst frá Íslandi. Myndin er tekin í rafeindasmásjá Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Farnar voru fjórar ferðir á Fimmvörðuháls, ein meðan á gosinu stóð og síðan í byrjun júní, í lok júlí og um miðjan september. Þá voru útfellingar á kaldri ösku norðan Eyjafjalla kannaðar í júlí. Hafin er rannsókn á útfellingunum með röntgenbrotgreiningu og rafeindasmásjárgreiningu.

Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir í ársskýrslu og á ársfundi Náttúrufræðistofnunar sem haldinn verður 1. apríl n.k.

Rannsóknir á erfðamengjum villtra dýra munu gegna mikilvægu hlutverki í verndarlíffræði til að meta erfðabreytileika og finna litningasvæði sem svarar vali í aðlögun. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson
Rannsóknir á erfðamengjum villtra dýra munu gegna mikilvægu hlutverki í verndarlíffræði til að meta erfðabreytileika og finna litningasvæði sem svarar vali í aðlögun. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson
Fimmvörðuháls 1. apríl 2010. Kvikustrókur stendur upp úr gígnum Móða, gígurinn Magni til hægri. Ljósm. Kristján Jónasson. Eyjafjallajökull 11. maí 2010. Fínkornótt aska berst til suðurs frá jöklinum. Ljósm. Kristján Jónasson.