Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja á Hrafnaþingi

03.03.2011

Hinar gömlu úteyjar Vestmannaeyja mynduðust fyrir þúsundum ára í neðansjávargosum líkt og Surtsey. Líta má á þær sem „gamlar Surtseyjar” sem sýna í hvaða átt landmótun og framvinda vistkerfis í Surtsey mun stefna er aldir líða. Úteyjarnar gömlu eru því sérstaklega áhugaverðar í öllum samanburði við Surtsey.

Graslendi í Elliðaey. Heimasýn í baksýn. ©Borgþór Magnússon

Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Surtsey og gamlar úteyjar Vestmannaeyja á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. mars kl. 15:15 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ (sjá kort).

Sjá nánar um erindið

Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings