Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi

15.04.2011

Rannsóknir fara nú fram á tengslum heilbrigðis við stofnbreytingar íslensku rjúpunnar en rannsaka á í a.m.k. tíu ár nokkra þætti sem endurspegla heilbrigði hennar, þ.e. holdarfar, sjúkdómsvalda, virkni ónæmiskerfis og fitukirtils og streituástand. Meginspurningarnar eru hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga, og einnig hver séu innbyrðis tengsl þeirra þátta sem lýsa heilbrigði rjúpunnar.

Rjúpnakarri. Ljósm. Daníel Bergmann.

Dr. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. apríl kl. 15:15 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ (sjá kort).

Sjá nánar um erindið

Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings