Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi

29.04.2011
Uppsett eintak af geirfugli er varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands. Geirfuglar voru feitir og pattaralegir svartfuglar og skyldastir álku. Heimkynni þeirra voru beggja vegna Atlantshafs og urpu þeir einkum á afskekktum og fremur lágum úthafseyjum. Geirfuglar voru eftirsóttir vegna kjöts, fiðurs og fitu sem sjómenn notuðu sem ljósmeti og var þeim útrýmt með skefjalausri veiði.
Geirfugl (Pinguinus impennis) ©EÓ

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. maí kl. 15:15 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ (sjá kort).

Í fyrirlestrinum mun Kristinn Haukur rekja sögu geirfuglins hér á landi og segja frá uppsetta fuglinum sem keyptur var á uppboði í London og varðveittur er á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sjá nánar um erindið

Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings