Fréttir
-
20.12.2012
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
20.12.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Athugið að stofnunin verður lokuð 24., 27., 28. og 31. desember.
-
18.12.2012
Vetrarfuglatalningar 2012
Vetrarfuglatalningar 2012
18.12.2012
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 29.-30. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.
-
04.12.2012
Undir mistilteininum á Hrafnaþingi
Undir mistilteininum á Hrafnaþingi
04.12.2012
Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 5. desember, flytja erindi sitt Undir mistilteininum. -
22.11.2012
Nýr áfangi í kortagerð: Vistgerðakort af miðhálendi Íslands
Nýr áfangi í kortagerð: Vistgerðakort af miðhálendi Íslands
22.11.2012
Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið unnið að skilgreiningu og flokkun vistgerða á miðhálendinu. Vistgerðakort hafa verið teiknuð af 8 rannsóknasvæðum. Að undanförnu hefur verið unnið að frekari kortlagningu af öllu miðhálendinu. Stofnunin hefur nú gefið út fyrstu vistgerðakortin þar sem landi er skipt í 20x20 km reiti í samræmi við reitakerfi Landmælinga Íslands og LÍSU samtakanna. Kortin eru aðgengileg á vef stofnunarinnar.
-
13.11.2012
Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar?
Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar?
13.11.2012
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk. Þeir telja allar líkur á að þær muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Jafnframt muni hún með tímanum breiðast út neðan Merkurinnar og gerbreyta þar landi.
-
13.11.2012
Þéttleiki og varpárangur spóa á Hrafnaþingi
Þéttleiki og varpárangur spóa á Hrafnaþingi
13.11.2012
Borgný Katrínardóttir líffræðingur mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 14. nóvember, flytja erindi sitt Þéttleiki og varpárangur spóa á hálfgrónum áreyrum.
-
07.11.2012
Pödduvefurinn á tímamótum – 300 tegundir
Pödduvefurinn á tímamótum – 300 tegundir
07.11.2012
Í ágúst 2009 var pödduvefur Náttúrufræðistofnunar settur á laggirnar og 80 tegundir fjölbreytilegra smádýra kynntar til leiks. Markmiðið með vefnum var og er að fræða unga sem aldna, áhugasama sem angistarfulla, um tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi. Vefurinn hefur frá upphafi notið vinsælda og er oft til hans vitnað í fjölmiðlum og þar sem fólk hittist. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og nýir pöddupistlar bæst við nánast í viku hverri. Í dag bættist sá nýjasti við og eru þeir nú orðnir 300 talsins.
-
31.10.2012
Ný bók um verndun jarðminja í Evrópu
Ný bók um verndun jarðminja í Evrópu
31.10.2012
Nýlega kom út bókin „Geoheritage in Europe and its conservation“ sem fjallar um verndun jarðminja í Evrópu. Í bókinni eru upplýsingar um hvernig 37 þjóðir í Evrópu, þar á meðal Ísland, hafa staðið að verndun jarðminja og hver staða þeirra er í dag. Bókin gefur gott yfirlit um verndun jarðminja í Evrópu.
-
29.10.2012
Gróður í Viðey í Þjórsá á Hrafnaþingi
Gróður í Viðey í Þjórsá á Hrafnaþingi
29.10.2012
Anna Sigríður Valdimarsdóttir, BS náttúrufræðingur og meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 31. október, flytja erindi sitt „Gróður í Viðey í Þjórsá: Gróðurfar á beitarfriðuðu svæði.“
-
23.10.2012
Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands
Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands
23.10.2012
Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands var undirritað 22. október. Það voru Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og Margrét Hallgrímsdóttir, settur forstöðumaður Náttúruminjasafns, sem undirrituðu samkomulagið. Með því hefur verið tekið mikilvægt skref í því að efla samvinnu þessara náttúruvísindastofnana.
-
18.10.2012
Er sjödeplan að nema land?
Er sjödeplan að nema land?
18.10.2012
Sjödepla er vel þekkt hér á landi til langs tíma sem slæðingur frá meginlandi Evrópu. Hún hefur borist frjálslega með varningi ýmiskonar á flestum árstímum og ekki síst dönskum jólatrjám síðla hausts. Fyrst nú í sumar hafa komið fram vísbendingar sem gætu gefið til kynna að sjödeplan sé að festa sig í sessi.
-
16.10.2012
Niðurstöður frjómælinga 2012
Niðurstöður frjómælinga 2012
16.10.2012
Niðurstöður frjómælinga árið 2012 hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fjöldi frjókorna í lofti yfir Reykjavík og á Akureyri reyndist yfir meðallagi en í Garðabæ voru þau færri en í fyrra.
-
15.10.2012
Lítil mús á köldumklaka á Hrafnaþingi
Lítil mús á köldumklaka á Hrafnaþingi
15.10.2012
Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði og framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands, mun á fyrsta Hrafnaþingi haustsins, miðvikudaginn 17. október, flytja erindi sitt „Lítil mús á köldum klaka: þættir úr stofnvistfræði hagamúsa á Suðvesturlandi.“
-
05.10.2012
Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna
Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna
05.10.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands annast framkvæmd meginhluta verkefnisins Natura Ísland þar sem aflað verður nauðsynlegra gagna um náttúru landsins með vettvangsvinnu og úrvinnslu gagna. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu með svokölluðum IPA styrk.
-
03.10.2012
Hrafnaþing hefst að nýju
Hrafnaþing hefst að nýju
03.10.2012
Dagskrá Hrafnaþings fyrir veturinn 2012-2013 hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Erindin í vetur verða fjölbreytt og úr ýmsum sérgreinum innan náttúrufræðinnar.
-
01.10.2012
Steindir og kristallar á Vísindavöku
Steindir og kristallar á Vísindavöku
01.10.2012
Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 28. september síðastliðinn. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með sýningunni „Steindir og kristallar“.
-
25.09.2012
Rjúpnaveiði 2012
Rjúpnaveiði 2012
25.09.2012
Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2012 upp á 34.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.
-
20.09.2012
Steinar vinsælastir í náttúrugripagreiningu
Steinar vinsælastir í náttúrugripagreiningu
20.09.2012
Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september s.l. Í tilefni dagsins bauð Náttúrufræðistofnun Íslands upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.
-
12.09.2012
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
12.09.2012
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.
-
11.09.2012
Samgöngustefna Náttúrufræðistofnunar Íslands
Samgöngustefna Náttúrufræðistofnunar Íslands
11.09.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur mótað sér samgöngustefnu en markmið hennar er að stuðla að því að starfsmenn noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta til og frá vinnu og á vinnutíma.
-
17.08.2012
Enn mælast háar frjótölur á höfuðborgarsvæðinu
Enn mælast háar frjótölur á höfuðborgarsvæðinu
17.08.2012
Hlýindin undanfarið hafa opnað blóm nokkurra grastegunda sem spretta seint og ná ekki að dreifa frjókornum öll sumur. Frjótölur í Reykjavík nálguðust 100 á þriðjudag. Fólk með grasofnæmi finnur vel fyrir þessu.
-
27.07.2012
Arnarstofninn stækkar en varpárangur 2012 er með slakasta móti
Arnarstofninn stækkar en varpárangur 2012 er með slakasta móti
27.07.2012
Arnarstofninn hefur vaxið eftir stöðnun frá 2005 og telur nú um 69 pör. Arnarvarpið 2012 var hins vegar með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir um miðjan ágúst. Varp misfórst hins vegar hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor. Væntanlega hefur kuldakastið í fyrrihluta maí átt mestan þátt í því.
-
25.07.2012
Surtseyjarleiðangur 2012
Surtseyjarleiðangur 2012
25.07.2012
Líffræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru í sinn árlega rannsóknaleiðangur til Surtseyjar dagana 16. – 20. júlí ásamt samstarfsmönnum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfisstofnun en leiðangurinn var skipulagður í samvinnu við Surtseyjarfélagið. Að þessu sinni var háplöntuflóra eyjarinnar tekin út, skordýrum safnað, fuglalíf kannað, gerðar mælingar á gróðri og virkni hans í föstum mælireitum, sýni tekin af jarðvegi til efnamælinga og hugað að breytingum á strönd eyjarinnar.
Ástand gróðurs í Surtsey var víða mjög slæmt eftir þurrka sumarsins, einkum á hraunklöppum þar sem plöntur hafa visnað. Nýir landnemar plantna fundust ekki og hafði tegundum fækkað frá síðasta ári. Af smádýrum fundust hins vegar nýjar tegundir. Fuglalíf var í svipuðu horfi og undanfarin ár, ellefu tegundir varpfugla eru nú í eynni. Talning á hreiðrum máfa bendir til að varp þeirra sé á uppleið eftir nokkra lægð síðustu ár. Stöðugt sjávarrof Surtseyjar heldur áfram og merktu leiðangurmenn verulegar breytingar á strönd.
-
05.07.2012
Eldfell fer kólnandi
Eldfell fer kólnandi
05.07.2012
Nýjar mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrustofu Suðurlands sýna að Eldfell í Vestmannaeyjum hefur kólnað verulega síðan hiti var mældur þar árið 1990 og búast má við áframhaldandi kólnun næstu árin. Í Eldfelli er að finna fjölda útfellingasteinda og eru sex þeirra nýjar fyrir jarðvísindin.
-
28.06.2012
Nýjung í birtingu frjómælinga
Nýjung í birtingu frjómælinga
28.06.2012
Á vef Náttúrufræðistofnunar er nú á einfaldan hátt hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um magn frjókorna í lofti frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ en þær eru færðar inn á hverjum virkum degi. Þessi þjónusta gerir fólki sem er með frjókornaofnæmi auðveldara með að fylgjast með frjómagni í lofti. Hægt er að gerast áskrifandi að frjómælingunum með RSS fréttaveitu.
-
19.06.2012
Sérkennileg frétt um dauðan fálka
Sérkennileg frétt um dauðan fálka
19.06.2012
Í gær, þann 18. júní, birtist á vefmiðlinum Vísi frétt þess efnis að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi komið í veg fyrir að barnaskóli á Akranesi fengi uppstoppaðan fálka. Vegna fréttarinnar vill Náttúrufræðistofnun koma á framfæri athugasemd.
-
19.06.2012
Lúpína leggur undir sig land við Húsavík
Lúpína leggur undir sig land við Húsavík
19.06.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands lauk nýlega við að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu við Húsavík. Svæðið sem um ræðir var afgirt og friðað fyrir sauðfjárbeit árið 1989 og er alls 23 km2 að flatarmáli. Heildarútbreiðsla lúpínu er nú orðin rúmlega 4 km2 en útlit er fyrir að hún muni leggja þar undir sig alla mela og mólendi á næstu tveimur til þremur áratugum.
-
14.06.2012
Birkikemba – Lítill glaðningur fyrir garðeigendur
Birkikemba – Lítill glaðningur fyrir garðeigendur
14.06.2012
Margir garðeigendur í höfuðborginni hafa veitt því athygli að birkilauf eru tekin að sölna sem aldrei fyrr. Því veldur birkikemba, fiðrildið smávaxna, sem er nýlegur landnemi hér hjá okkur, einn af nokkrum sem ætla að verða til óþurftar.
-
08.06.2012
Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní – ferkílómetri verður að 0,4 hekturum
Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní – ferkílómetri verður að 0,4 hekturum
08.06.2012
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa kannað svæði það sem varð eldi að bráð í Heiðmörk þann 6. júní. Þá var greint frá í fréttum að mikill eldur hafi komið upp í gróðri og brennt um 1 km2 (100 ha) lands. Slökkvilið var kallað út náði fljótt tökum á eldinum og kom í veg fyrir að hann breiddist út. Svæðið sem brann er utan í lágri hæð við suðurjaðar Hjallaflata. Reið- og göngustígur er undir hæðinni og er líklegt að kviknaði hafi út frá tóbaksglóð. Mjög þurrt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og gróður skraufaþurr.
-
06.06.2012
Rjúpnatalningar 2012
Rjúpnatalningar 2012
06.06.2012
Árlegum rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Talningasvæðin, sem í ár voru 41, eru dreifð í öllum landshlutum og ná til um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðarlínu. Rjúpnatalningarnar eru unnar í samvinnu við náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn.
-
25.05.2012
Ráðstefna um verndunarlíffræði og fyrirlestur um þróun
Ráðstefna um verndunarlíffræði og fyrirlestur um þróun
25.05.2012
Háskólinn á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir ráðstefnunni Conservation biology: towards sustainable management of natural resources sem haldin verður föstudaginn 1. júní í Háskólanum á Akureyri.
-
22.05.2012
Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni
Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni
22.05.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Að þessu sinni er dagurinn helgaður líffræðilegri fjölbreytni í hafi.
-
21.05.2012
Íslenska flóran í farsíma og spjaldtölvur
Íslenska flóran í farsíma og spjaldtölvur
21.05.2012
Þann 1. júní n.k. kemur á markað hugbúnaður fyrir Android símtæki og spjaldtölvur sem gerir fólki kleift að greina plöntur á einfaldan hátt. Um er að ræða greiningarlykil íslensku flórunnar með rúmlega 800 ljósmyndum af u.þ.b. 470 plöntum ásamt ítarlegum teikningum af sérkennum plantnanna. Sigmundur Helgi Brink hjá Landbúnaðarháskóla Íslands átti frumkvæði að verkefninu og hefur unnið að þróun þess ásamt Guðmundi Frey Hallgrímssyni forritara. Náttúrufræðistofnun Íslands, ásamt Landbúnaðarháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Hátækni, styrkir verkefnið.
-
09.05.2012
Rannsóknir á íslenska refastofninum
Rannsóknir á íslenska refastofninum
09.05.2012
Melrakkasetur Íslands, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða, hefur ákveðið að halda áfram rannsóknum á íslenska refastofninum sem dr. Páll Hersteinsson hóf fyrir rúmlega þremur áratugum. Óskað er eftir samstarfi við refaveiðimenn, sveitarfélög og aðra sem málið kann að varða.
-
02.05.2012
Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun
Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun
02.05.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir tíu sumarstarfsmönnum til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, auk þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.
-
23.04.2012
Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra
Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra
23.04.2012
Kristinn P. Magnússon sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á síðasta Hrafnaþingi vormisseris, miðvikudaginn 25. apríl, flytja erindi sitt „Erfðabreytt náttúra“.
-
17.04.2012
Varði doktorsritgerð um frumframvindu á jökulskerjum í Vatnajökli
Varði doktorsritgerð um frumframvindu á jökulskerjum í Vatnajökli
17.04.2012
María Ingimarsdóttir líffræðingur varði doktorsritgerð sína Community and food web assembly on virgin habitat islands 30. mars s.l. við Háskólann í Lundi.
-
13.04.2012
Ljúfir vorboðar snemma á ferð
Ljúfir vorboðar snemma á ferð
13.04.2012
Til þessa hefur mátt stilla dagatalið eftir húshumlunum á 19. apríl. Þær hafa brugðist því viðmiði þetta vorið. Drottningar tóku að skríða úr vetrarhýði í lok mars og töluvert varð við þær vart fyrstu dagana í apríl. Rauðhumlan nýja hefur einnig látið á sér kræla og kann það að vera vísbending um að hún verði meira áberandi í ár en áður.
-
10.04.2012
Hrafnaþing: Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands
Hrafnaþing: Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands
10.04.2012
Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 11. apríl, flytja erindi sitt „Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands“.
-
03.04.2012
Óvenjulegur gestagangur – garðyglur snemma á ferð
Óvenjulegur gestagangur – garðyglur snemma á ferð
03.04.2012
Garðygla, Agrotis ipsilon, er eitt algengasta fiðrildið sem berst hingað til lands með vindum frá meginlandi Evrópu og þykir það því í sjálfu sér ekki ýkja fréttnæmt. Það vakti þó athygli að í lok mars sáust þess ótvíræð merki að garðyglur hafi lagt loft undir vængi og borist hingað til lands í umtalsverðum mæli, en ekki eru kunn dæmi þess að það hafi áður gerst svo snemma vors.
-
02.04.2012
Samstarf við Landvernd um fræðslu á háhitasvæðum
Samstarf við Landvernd um fræðslu á háhitasvæðum
02.04.2012
Þann 28. mars gerðu Náttúrufræðistofnun Íslands og Landvernd með sér samstarfssamning sem snýr að aukinni fræðslu um jarðhitasvæði á Íslandi. Um er að ræða verkefni á vegum Landverndar sem hófst í byrjun árs undir heitinu „Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum“. Verkefnið er til tveggja ára en er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhitasvæða á Íslandi.
-
28.03.2012
Steingervingarannsóknir fá byr undir báða vængi
Steingervingarannsóknir fá byr undir báða vængi
28.03.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar dr. Friðgeiri Grímssyni steingervingafræðingi til hamingju með veglegan styrk sem hann hlaut í byrjun mars frá austurríska rannsóknasjóðnum, Austrian Science Fund. Styrkurinn nemur rúmlega 52 milljónum króna og er ætlaður til rannsókna á 65–54 milljón ára gömlum plöntusteingervingum á Grænlandi og í Færeyjum.
-
27.03.2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012
27.03.2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 19. sinn föstudaginn 23. mars s.l. í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni. Þá var heiðursviðurkenning Náttúrufræðistofnunar veitt í þriðja skipti.
-
26.03.2012
Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin
Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin
26.03.2012
Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 28. mars, flytja erindi sitt „Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin“.
-
20.03.2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2012
20.03.2012
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ föstudaginn 23. mars kl. 13:15 – 19:00.
-
15.03.2012
Pödduvefurinn telur nú 250 tegundir
Pödduvefurinn telur nú 250 tegundir
15.03.2012
Pödduvef Náttúrufræðistofnunar var hleypt af stokkunum 14. ágúst 2009 og voru þá kynntar til sögu 80 tegundir. Síðan hafa bæst við tegundir jafnt og þétt og var 250 tegunda markinu náð nú um miðjan mars. Vefurinn hefur sannað gildi sitt því á degi hverjum er hann heimsóttur af fjölda notenda og oft heyrist til hans vitnað.
-
12.03.2012
Endalok tertíertímabilsins á Hrafnaþingi
Endalok tertíertímabilsins á Hrafnaþingi
12.03.2012
Kristján Jónasson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 14. mars, fjalla um endalok tertíertímabilsins.
-
02.03.2012
Frjókornin þjófstarta
Frjókornin þjófstarta
02.03.2012
Fáum dettur frjókorn í hug nú í byrjun Góu. Hins vegar hefur hlýr febrúarmánuður dugað kínverska elrinu í Grasagarðinum til að opna og teygja úr karlreklunum sem nú hanga niður, þannig að vindur hefur greiðan aðgang að frjóhirslum og þar með geta frjókornin dreifst út í andrúmsloftið.
-
27.02.2012
Fuglamerkingar á Hrafnaþingi
Fuglamerkingar á Hrafnaþingi
27.02.2012
Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands og umsjónarmaður fuglamerkinga mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 29. febrúar, fjalla um 90 ára sögu fuglamerkinga á Íslandi og sýna nokkur dæmi um niðurstöður þeirra.
-
22.02.2012
Kynjaverur á Náttúrufræðistofnun á Akureyri
Kynjaverur á Náttúrufræðistofnun á Akureyri
22.02.2012
Það var líf og fjör á Náttúrufræðistofnun á Akureyri í dag því þangað komu margs konar kynjaverur í heimsókn og skemmtu nærstöddum með söng.
-
15.02.2012
Einhliða togstreita?
Einhliða togstreita?
15.02.2012
Ríkisendurskoðun birti nýlega úttekt á Náttúruminjasafni Íslands. Í kjölfarið hefur í fjölmiðlum og á Alþingi verið fjallað um meintar deilur milli forstöðumanna Náttúruminjasafnsins og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verksvið stofnananna og skiptingu gripasafna á milli þeirra.
-
14.02.2012
Vöktun Þingvallavatns á Hrafnaþingi
Vöktun Þingvallavatns á Hrafnaþingi
14.02.2012
Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs flytur erindi sitt um vöktun Þingvallavatns á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. febrúar.
-
17.01.2012
Bók um stofnvistfræði fálkans
Bók um stofnvistfræði fálkans
17.01.2012
Fyrir um ári síðan var haldin alþjóðleg ráðstefna um fálka og rjúpur í borginni Boise í Idaho í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Tilgangurinn var að fjalla um tengsl fálka og rjúpu og hvers vænta má um hlutskipti tegundanna í ljósi loftslags- og gróðurfarsbreytinga á norðurhjara, þar sem þessar tegundir eiga sín óðul.
-
17.01.2012
Stjörnuskoðun á Hrafnaþingi
Stjörnuskoðun á Hrafnaþingi
17.01.2012
Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og stjörnufræðikennari, flytur erindi sitt Stjörnuskoðun að vori á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. janúar.
-
11.01.2012
Náttúrufræðistofnun auglýsir tvö störf laus til umsóknar
Náttúrufræðistofnun auglýsir tvö störf laus til umsóknar
11.01.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í tvær lausar stöður á Akureyri og í Garðabæ.
-
06.01.2012
Kadmíum í mosa á Íslandi
Kadmíum í mosa á Íslandi
06.01.2012
Hér á landi og á meginlandi Evrópu hefur um skeið verið fylgst með magni nokkurra þungmálma í andrúmslofti með mælingum á styrk þeirra í mosa. Mælingarnar í Evrópu hófust upp úr 1980 en hér á landi var mosum safnað í fyrsta sinn árið 1990. Tilgangur verkefnisins er m.a. að fylgjast með þungmálmamengun og finna helstu uppsprettur hennar.