Frjótími grasa er hafinn

18.07.2013

Frjótala grasa hefur sveiflast mikið á höfuðborgarsvæðinu en margar tegundir grasa eru nú þegar blómgaðar en rigningin sér um að hreinsa loftið. Því er mikið um frjókorn í loftinu þegar veður er þurrt og hlýtt en frjótalan lækkar þegar rakstig loftsins hækkar og lofthiti fer undir 10°C.

Kría - Sterna paradisaea ©EÓ

Hálíngresi í blóma. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Það sem af er júlí hefur frjótala grasa farið þrisvar yfir 50 í Garðabæ og fór hæst í 176 þann 9. júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem frjótala grasa fer yfir hundrað í Urriðaholti síðan mælingar hófust árið 2011. Þrátt fyrir þessa háu frjótölu er aðal frjótími grasa langt frá því að vera lokið en búast má við að frjótímabil grasa standi fram í miðjan ágúst. Þrátt fyrir háa frjótölu grasa hefur sumarið á höfuðborgarsvæðinu verið fremur kalt og er því vert að hafa í huga að köld sumur virðast lengja frjótíma grasa og gæti því frjótíminn allt eins staðið fram í september.
 

Á Akureyri hefur frjótala grasa aftur á móti ekki farið yfir 50 það sem af er júlímánuði. Búast má við að frjótölur grasa fari hækkandi næstu daga verði veður áfram gott á Norðurlandi og nái hámarki um mánaðarmótin júlí – ágúst. Á Akureyri er ágúst oftast aðal grasmánuðurinn.

Sjá nánari frjófréttir.