Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls

04.03.2014
Esjufjöll - Esjubjörg
Picture: Starri Heiðmarsson
Esjufjöll.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið „Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. mars kl. 15:15. Meðhöfundur hans að erindinu er dr. Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Fjallað verður almennt um rannsóknir sem fram hafa farið síðan 2005 á gróðurframvindu á misgömlum jökulskerjum í Breiðamerkurjökli í Austur-Skaftafellssýslu. Jökulskerin eru Maríusker sem kom upp úr jökli árið 2000, Bræðrasker sem birtist um 1960 og Kárasker sem birtist um 1940 og Skálabjörg í Esjufjöllum sem hafa væntanlega verið íslaus frá lokum síðustu ísaldar.

Nánari umfjöllun um erindið

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!