Íslenski refastofninn á niðurleið
23.10.2014

Yrðlingur á Hornströndum sumarið 2014, einn af fáum sem lifðu út sumarið
Refum er farið að fækka hér á landi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýjasta mati voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010.
Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.
Ástæður þessarar stofnbreytinga eru óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum.
Veiðimenn eru lykilaðailar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar.
Fréttatilkynning Náttúrufræðistofnunar Íslands