Fréttir
-
03.07.2015
Risahvannir kortlagðar á Akureyri
Risahvannir kortlagðar á Akureyri
03.07.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2.000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
-
03.07.2015
Frjótíma birkis að ljúka en grasa að hefjast
Frjótíma birkis að ljúka en grasa að hefjast
03.07.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman frjótölur fyrir júnímánuð. Í Garðabæ var fjöldi frjókorna í lofti undir meðallagi en á Akureyri var talsvert af birkifrjói.
-
30.06.2015
Lúsmý herjar á íbúa sumarhúsa
Lúsmý herjar á íbúa sumarhúsa
30.06.2015
Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.
-
24.06.2015
Ekki mælt með hreindýrabúskap
Ekki mælt með hreindýrabúskap
24.06.2015
Starfshópur um hreindýraeldi mælir ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, á dögunum.
-
11.06.2015
Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík
Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík
11.06.2015
Ákveðið hefur verið að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og hefur ríkisstjórnin samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutningsins. Með flutningunum er húsnæðisþörf safnsins leyst á hagkvæman hátt auk þess sem tækifæri skapast fyrir 1–2 störf á Breiðdalsvík með safninu til að byrja með. Safnið verður væntanlega flutt næsta haust og tekur til starfa í lok ársins.
-
08.06.2015
Ný skýrsla um ágengar, framandi tegundir
Ný skýrsla um ágengar, framandi tegundir
08.06.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands tók nýverið þátt í verkefni á vegum NOBANIS (European Network on Invasive Alien Species) sem fólst í að kortleggja með hvaða hætti ágengar, framandi tegundir berast til landa í Norður-Evrópu. Einnig var lagt mat á hvaða tegundir gætu hugsanlega flokkast sem ágengar.
-
05.06.2015
Mítlar húkka sér far með ferðamönnum frá Bandaríkjunum
Mítlar húkka sér far með ferðamönnum frá Bandaríkjunum
05.06.2015
Skógarmítill er oft til umfjöllunar enda af flestum talinn ógeðþekkur. Fleiri tegundir þessara stóru blóðsugumítla hafa komið við sögu hér á landi þó ekki eigi þær allar hér heima. Af og til berast slíkir til landsins með ferðamönnum frá útlöndum. Tvö nýleg dæmi hafa verið skráð hjá Náttúrufræðistofnun. Í byrjun júní kom kona til landsins frá Bandaríkjunum með stjörnumítill fastan á kviðnum á sér. Í maí barst rakkamítil með barni einnig frá Bandaríkjunum.
-
05.06.2015
Frjótölur undir meðaltali
Frjótölur undir meðaltali
05.06.2015
Frjómælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri og í Garðabæ, hófust í apríl. Á báðum stöðum hefur frjómagn mælst langt undir meðaltali. Það skýrist af köldu veðurfari því gróður er skemmra á veg kominn en venjan er á þessum árstíma.
-
04.06.2015
Rjúpnatalningar 2015
Rjúpnatalningar 2015
04.06.2015
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2015 er lokið. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 8% á milli áranna 2014 og 2015.
-
02.06.2015
Nýjar greinar um Surtsey og fleiri eldeyjar
Nýjar greinar um Surtsey og fleiri eldeyjar
02.06.2015
Komin eru út tvö rit með greinum um Surtsey og fleiri eldfjöll þar sem rannsóknir hafa verið stundaðar undanfarna áratugi. Greinarnar fjalla flestar um efni sem kynnt voru á 50 ára afmælisráðstefnu Surtseyjar sem haldin var í Reykjavík haustið 2013.
-
29.05.2015
Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar
Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar
29.05.2015
Þrátt fyrir kuldatíð og illviðri fundust fleiri arnarhreiður á þessu vori en nokkru sinni frá því farið var að fylgjast með arnarstofninum fyrir hartnær hundrað árum.
-
26.05.2015
Gróðureldar vorið 2015
Gróðureldar vorið 2015
26.05.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið stærð þriggja svæða þar sem gróðureldar komu upp nú í vor. Tveir eldnanna voru allmiklir en sá þriðji var lítilsháttar miðað við skráða gróðurelda á síðustu árum. Mjög þurrt og hvassviðrasamt var á sunnan og vestanverðu landinu í apríl og framan af maí sem skapaði eldhættu eins og oft áður á þessum árstíma.
-
17.04.2015
Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni
Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni
17.04.2015
Hvaða smádýr eru einna helst að bögga íslenska þjóð? Svar við þessari spurningu má finna í gögnum sem haldið er til haga á Náttúrufræðistofnun Íslands en næstkomandi miðvikudag, 22. apríl kl. 15:15, mun Erling Ólafsson skordýrafræðingur rýna í gögnin á Hrafnaþingi.
-
07.04.2015
Gróður í beitarfriðuðum hólmum
Gróður í beitarfriðuðum hólmum
07.04.2015
Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Gróður í Bláfellshólma og Koðralækjarhólma í Árnessýslu og 13 öðrum beitarfriðuðum hólmum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. apríl kl. 15:15.
-
31.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
31.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 22. sinn föstudaginn 27. mars s.l. á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.
-
26.03.2015
Einar Gíslason látinn
Einar Gíslason látinn
26.03.2015
Einar Gíslason kortagerðarmaður er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 17. mars sl. og verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 30. mars kl. 15.
-
24.03.2015
Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan
Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan
24.03.2015
Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 25. mars kl. 15:15.
-
23.03.2015
Vorið leit við í Hafnarfirði
Vorið leit við í Hafnarfirði
23.03.2015
Vorboðar birtast nú einn af öðrum svo ekki verður um villst að bættrar tíðar er að vænta. Heiðlóan sást austur í Breiðdal fyrir skömmu en vorið hefur líka gert vart við sig í Hafnarfirði. Þess sáust augljós merki um nýliðna helgi.
-
23.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
23.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura föstudaginn 27. mars kl. 13:15–16:30.
-
10.03.2015
Af refum á Hornströndum
Af refum á Hornströndum
10.03.2015
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Af refum á Hornströndum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. mars kl. 15:15.
-
25.02.2015
Met í fuglamerkingum
Met í fuglamerkingum
25.02.2015
Árið 2014 var met slegið í fuglamerkingum á Íslandi. Fimmtíu og einn merkingarmaður merkti alls 19.046 fugla af 79 tegundum og eru það fleiri nýmerkingar á einu ári en nokkru sinni fyrr. Mest var merkt af auðnutittlingi.
-
25.02.2015
Hrafnaþingi frestað
Hrafnaþingi frestað
25.02.2015
Vegna slæmra veðurhorfa hefur verið ákveðið að fresta Hrafnaþingi sem vera átti í dag. Það verður í staðin haldið miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15.
-
24.02.2015
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
24.02.2015
Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið „Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 15:15.
-
20.02.2015
Villandi frétt Stöðvar 2
Villandi frétt Stöðvar 2
20.02.2015
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, fimmtudaginn 19. febrúar sl. var m.a. fjallað um húsnæðismál Náttúruminjasafns Íslands, sem hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið. Frétt Stöðvarinnar var um ýmis atriði mjög villandi og rangt farið með staðreyndir, og því nauðsynlegt að benda á nokkur atriði, sem vert er að leiðrétta.
-
10.02.2015
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
10.02.2015
Björg Þorleifsdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Klukkuþreyta“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15:15.
-
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.
-
26.01.2015
Heimsþing um friðlýst svæði á Hrafnaþingi
Heimsþing um friðlýst svæði á Hrafnaþingi
26.01.2015
Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytur erindið „Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:15.
-
19.01.2015
Hrafnaþing á nýju ári
Hrafnaþing á nýju ári
19.01.2015
Dagskrá Hrafnaþings á vormisseri hefur nú verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar. Flutt verða sjö erindi, það fyrsta miðvikudaginn 28. janúar nk.
-
09.01.2015
Nýr ráðherra í heimsókn
Nýr ráðherra í heimsókn
09.01.2015
Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands í gær, fimmtudaginn 8. janúar, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og hitta fyrir starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri, ritari ráðherra, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu.