Fréttir
-
25.02.2015
Met í fuglamerkingum
Met í fuglamerkingum
25.02.2015
Árið 2014 var met slegið í fuglamerkingum á Íslandi. Fimmtíu og einn merkingarmaður merkti alls 19.046 fugla af 79 tegundum og eru það fleiri nýmerkingar á einu ári en nokkru sinni fyrr. Mest var merkt af auðnutittlingi.
-
25.02.2015
Hrafnaþingi frestað
Hrafnaþingi frestað
25.02.2015
Vegna slæmra veðurhorfa hefur verið ákveðið að fresta Hrafnaþingi sem vera átti í dag. Það verður í staðin haldið miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15.
-
24.02.2015
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
24.02.2015
Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið „Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 15:15.
-
20.02.2015
Villandi frétt Stöðvar 2
Villandi frétt Stöðvar 2
20.02.2015
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, fimmtudaginn 19. febrúar sl. var m.a. fjallað um húsnæðismál Náttúruminjasafns Íslands, sem hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið. Frétt Stöðvarinnar var um ýmis atriði mjög villandi og rangt farið með staðreyndir, og því nauðsynlegt að benda á nokkur atriði, sem vert er að leiðrétta.
-
10.02.2015
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
10.02.2015
Björg Þorleifsdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Klukkuþreyta“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15:15.
-
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.