Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
24.02.2015

Við rannsóknir í Finnafirði. Ljósm. Kolbrún Hauksdóttir.
Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið „Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 15:15.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um notkun dróna við rannsóknir og kortagerð ýmiss konar og rætt um gæði gagna sem fást með þessum aðferðum.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!