Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað

13.03.2020
Hrafn
Picture: Erling Ólafsson

Hrafn.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ákveðið að fresta ársfundi stofnunarinnar sem vera átti 1. apríl næstkomandi á Hótel KEA á Akureyri.

Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur nú eftir hækkuðu viðbúnaðarstigi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starfsstöðvum stofnunarinnar. Í því felst meðal annars að takmarka fundahöld eins og kostur er.  Ársfundur stofnunarinnar er að öllu jöfnu haldinn í mars eða apríl ár hvert en með hliðsjón af viðbragðsáætlun og samkomubanni yfirvalda hefur verið gripið til þeirra varúðarráðstafana að fresta ársfundi um óákveðinn tíma. Hrafnaþingi hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma, sem og alþjóðlegum vinnufundi um stuttnefju sem áætlaður var í byrjun apríl í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.