Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti, 4. september 2019.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 11. mars um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 11. mars kl. 15:15–16:00. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið Rimamýrar á Íslandi: útbreiðsla og einkenni. Meðhöfundur að erindinu er Sigmar Metúsalemsson sérfræðingur í fjarkönnun og kortlagningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Í fyrirlestrinum verður sagt frá rimamýrum, einkennum þeirra, útbreiðslu og verndun. Einkanlega verður fjallað um Lauffellsmýrar á Síðuafrétti og Miklumýrar á Hrunamannaafrétti.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.
Allir velkomnir!