Fréttir

 • 29.07.2020

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Hrafn

  29.07.2020

  Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 27. júlí til og með 10. ágúst.

 • 18.07.2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtsey í júlí 2020

  18.07.2020

  Rannsóknir líffræðinga í Surtsey undanfarna daga sýna að gróska í eynni er með eindæmum góð þetta sumarið. Aldrei áður hafa fundist jafnmargar æðplöntutegundir og þar af voru tvær nýjar. Einnig eru tvær nýjar smádýrategundir komnar fram.

 • 17.07.2020

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Hornbjarg séð frá Rekavík bak Höfn, til vinstri er Tröllakambur

  17.07.2020

  Í nýafstaðinni vettvangsferð Náttúrufræðistofnunar Íslands kom í ljós að ábúð og tímgun refa á Hornströndum er með besta móti, eða 40%. Flest óðul hafa stækkað og fæðuskilyrði eru góð, svo árið lítur vel út fyrir afkomu refanna.

 • 08.07.2020

  Frjómælingar framan af sumri

  Frjómælingar framan af sumri

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  08.07.2020

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan seinnihluta mars. Á báðum stöðum mældust fá frjókorn í mars og apríl. Á Akureyri var fjöldi frjókorna í maí meiri en í meðalári á meðan hann var undir meðallagi í Garðabæ. Í júní var fjöldi frjókorna á Akureyri nálægt meðallagi en í Garðabæ var hann vel yfir meðallagi. Frjótíma birkis er lokið en frjótími grasa stendur sem hæst.