Málþing um jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja

Sandfell í Fáskrúðsfirði.
Málþing um átaksverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Íslenskra orkurannsókna og Náttúrufræðistofnunar Íslands í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja verður haldið 1. september næstkomandi kl. 13-15 á Grand Hótel.
Dagskrá
Yfirlit um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja — Herdís Helga Schopka
Jarðfræðikortlagning í blágrýtisstafla Austfjarða — Birgir Vilhelm Óskarsson
Jarðfræðikortlagning í blágrýtisstafla Eyjafjarðar — Sigurveig Árnadóttir
Jarðfræðikortlagning á gosbeltunum og hálendinu — Ögmundur Erlendsson
Framtíðarsýn — Herdís Helga Schopka, Ögmundur Erlendsson og Birgir Vilhelm Óskarsson
Þáttakendur sem ætla að mæta á málþingið eru hvattir til að skrá sig á netfangið uar@uar.is.
Dagskránni verður streymt á Facebook-síðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis
Grand hótel, Hvammur, miðvikudagurinn 1. september 2021 kl. 13-15