Hrafnaþing: Biological invasions in Iceland: insights from a botanist

25.10.2021
Dæmi um aðfluttar og ágengar tegundir í íslensku flórunni
Picture: Pawel Wasowicz

Dæmi um aðfluttar og ágengar tegundir í íslensku flórunni.

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 27. október kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Biological invasions in Iceland: insights from a botanist“. 

Í fyrirlestrinum verður íslensk flóra notuð sem dæmi til að fjalla um þróun í innflutningi plantna, landnám þeirra og innrás í náttúru Íslands. Á grundvelli þess verður gerð tilraun til að sjá fyrir mismunandi sviðsmyndir af íslenskri plöntufjölbreytni í framtíðinni. 

Útdráttur úr erindinu

Að þessu sinni verður Hrafnaþing haldið í rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri í Borgum, í fundarherbergi R262 á 2. hæð. Erindið verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Hægt er að fylgjast með útsendingu í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ. 

Fyrirlesturinn á Youtube