Fréttir
-
25.11.2021
Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn
Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn
25.11.2021
Eyþór Einarsson grasafræðingur lést þriðjudaginn 24. nóvember 2021, 92 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 1. desember. Eyþór starfaði alla sína starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1999.
-
24.11.2021
Talningar á grágæsum
Talningar á grágæsum
24.11.2021
Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og hvenær sást síðast fugla á gæsaslóðum.
-
23.11.2021
Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni
Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni
23.11.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 24. nóvember kl. 15:15–16:00. Birgir Vilhelm Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni“.
-
22.11.2021
Holdafar rjúpna haustið 2021
Holdafar rjúpna haustið 2021
22.11.2021
Holdafar rjúpna, bæði fullorðinna fugla og ungra fugla, er mun betra en í fyrra og reyndar með því besta sem mælst hefur frá upphafi mælinga 2006. Þetta sýna mælingar á fuglum sem veiddir voru á Norðausturlandi í fyrri hluta nóvember.
-
19.11.2021
Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands
Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands
19.11.2021
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, til eins árs frá og með 1. janúar næstkomandi.
-
09.11.2021
Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd
Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd
09.11.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd“.
-
03.11.2021
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands
03.11.2021
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn dagana 19.–20. október á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Að þessu sinni var um að ræða vinnufund þar sem rætt var um innra starf stofnunarinnar, unnið að stefnumótun nokkurra málaflokka og rætt samstarf á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa.