Greiningar á myglusveppum á aðventunni

01.12.2021
Fjölbreyttir myglusveppir á ræktunarskál
Picture: Kerstin Gillen

Myglusveppir á ræktunarskál. 

Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á að nú þegar jólin nálgast er fyrirsjáanlegt að meirihluti innisveppasýna sem berast til greiningar í desember verður ekki greindur fyrr en á nýju ári.

Þetta er vegna fjölda sýna sem berast stofnuninni um þessar mundir en ekki hefur tekist að hafa undan við að greina þau og bið eftir greiningu hefur lengst. Sýni sem berast stofnuninni eftir 1. desember fara í röðina en því miður verður líklega ekki hægt að greina þau fyrr en eftir áramót.