18. nóvember 2020. Julian Ohl: An Icelandic Mystery? The Occurrence of Purple Bones in Arctic Foxes

Kjálkabein úr íslenskum ref, til hægri má sjá fjólubláa litabreytingu
Picture: Julian Ohl

Kjálkabein úr íslenskum refum, til hægri má sjá fjólubláa litabreytingu.

Julian Ohl umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindið „An Icelandic Mystery? The Occurrence of Purple Bones in Arctic Foxes“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 15:15.

Í fyrirlestrinum fjallar Julian um meistaraverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands sem hann vann að hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Árið 2007 uppgötvaðist í fyrsta sinn fjólublá litabreyting í beinum í íslenskum ref. Liturinn kom aftur fram árið 2013 og svo á hverju ári síðan. Í verkefni Julians voru fjólublá kjálkabein í íslenskum refum í fyrsta sinn tekin til mælinga og kortlögð. Fjólublái liturinn var greindur og styrkur hans magnaður til að ákvarða grunngildi svo hægt væri að bera töluleg kennsl á fjólubláa kjálka. Síðan var umfang og dreifing sýna úr dýrum með litabreytinguna kortlögð. Til að magna litabreytinguna fyrir litamælingu var notast við stafræna ljósmyndun.

Í ljós kom að fjólublái liturinn tengdist hvorki veiðiaðferð né meðhöndlun við geymslu hræja eða hreinsun beina. Refir með litabreytinguna reyndust búa á strandsvæðum og fá megnið af fæðu sinni úr hafinu. Flest dýrin voru frá Vestfjörðum, einkum frá Súðavíkurhreppi. Orsök litabreytinganna var ekki rannsökuð. Engu að síður voru þrjár mögulegar orsakir lagðar til grundvallar og þær ræddar: (1) umhverfismengun, (2) litarefni þörunga frá Drangajökli sem berast í fæðukeðjuna og (3) litarefni úr kræklingaskel.

Ennfremur voru líkur leiddar að því að kræklingur geti borið smit- eða mengunarefni yfir í refi. Kræklingur síar fæðu sína úr sjónum og safnar í sig mengandi efnum og/eða náttúrulegum litarefnum úr umhverfinu. Refir nýta þessa fæðutegund þegar lítið annað er að hafa. Refurinn er rándýr sem trónir efst í fæðukeðjunni, sem þýðir að uppsöfnun mengandi efna eykst og áhrifin koma bersýnilega fyrr fyrr hjá þessari tegund. Þar sem fjólublá bein hafa einkum fundist í refum frá takmörkuðu svæði, skyndileg tilkoma þeirra og hvarf, og svo endurtekning, má leiða líkum að því að um sé að ræða ósamfelldar breytingar í umhverfinu sem finnast bara á stöku stað.

Fyrirlesturinn á Youtube

Abstract:

In 2007, the first Icelandic Arctic fox with purple mandibles was discovered. The discolouration reappeared in 2013 and each subsequent year until and including 2018. This thesis is the first investigation of purple mandibles in Icelandic Arctic foxes. Hunter or latter mandible handling and storage were not related to the discolouration. Discolouration colour and intensity were quantified creating a baseline for identification of purple mandibles. Finally, spatial, and temporal distribution of the discolouration were mapped. Initially, the discolouration was quantified using digital photography for colourimetry. The dimensions a* and Gnormalized from the L*a*b* and sRGB colour spaces were found to be the most suitable measures of discolouration. Foxes with purple bones derive most of their diet from the ocean. Most purple bones originated from the Westfjords of Iceland; predominantly in the Súðavíkurhreppur municipality. The definitive cause was not investigated. Nevertheless, three potential causes of discolouration are postulated and discussed: (1) environmental pollutants, (2) alga pigments from the Drangajökull glacier that enter the food chain, and (3) sea mussel shell pigments. Further, this thesis suggests mussels would be the vector for transmission to foxes. As filter-feeders mussels accumulate pollutants and/or natural pigments from the environment and they are a secondary food source of Arctic foxes. The Arctic fox is a top predator, which means bioaccumulation of pollutants will be exacerbated and effects manifested earlier in this species. The abrupt occurrence, disappearance, reoccurrence, and location of purple mandibles suggests possible recent  sporadic environmental events of variable duration occurring in the Westfjords.