Gulstararflóavist
Gulstararflóavist
L8.14
Eunis-flokkun
D5.21B Icelandic Carex lyngbyei fens.
Gulstararflóavist

Gulstararflóavist í Eylendinu við Héraðsvötn í Skagafirði. Gulstör er hér mjög hávaxin og ríkjandi í gróðursvipnum. Gróðursnið SKEY- 05. – Carex lyngbyei fen in northern Iceland.

Gulstararflóavist í Oddaflóði við Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu. Gróskumikil gulstör með m.a. tjarnastör, horblöðku og hófsóley. Gróðursnið SL-42-05. – Carex lyngbyei fen in southern Iceland.
Lýsing
Sléttir, vel grónir, gróskumiklir og frjósamir gulstararflóar og flæðilönd, einkum meðfram ám og vötnum. Jarðvatn er steinefnaríkt, hreyfanlegt og stendur hátt allt árið en land fer yfirleitt undir vatn í vetrar- og vorflóðum. Vistgerðin er því uppskerumikil og gróður þar mjög hávaxinn. Æðplöntur eru ríkjandi en mosaþekja er nokkur, fléttur finnast vart.
Plöntur
Vistgerðin er tegundafá, hún einkennist af gulstör (Carex lyngbyei) sem er norður-amerísk tegund og finnst ekki í Evrópu utan Íslands og Færeyja. Aðrar tegundir æðplantna sem nokkuð kveður að eru tjarnastör (C. rostrata), vetrarkvíðastör (C. chordorrhiza) og engjarós (Comarum palustre), sem allar einkenna forblautt land. Af mosum finnast helst móasigð (Sanionia uncinata), geirmosi (Calliergonella cuspidata), engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus), tjarnahrókur (Calliergon giganteum) og bleytuburi (Sphagnum teres).
Jarðvegur
Lífræn jörð er algjörlega ríkjandi, rótar- og svarðmotta er fremur þunn. Jarðvegur er þykkur, frekar kolefnisríkur en sýrustig mjög lágt.
Fuglar
Ríkulegt fuglalíf, andfuglar og vaðfuglar algengastir, einkum jaðrakan (Limosa limosa), stelkur (Tringa totanus), óðinshani (Phalaropus lobatus), lóuþræll (Calidris alpina), stokkönd (Anas platyrhynchos), urtönd (Anas crecca), grafönd (Anas acuta) og álft (Cygnus cygnus).
Líkar vistgerðir
Tjarnastararflóavist, gulstararfitjavist og starungsflóavist.
Útbreiðsla
Gulstararflóavist finnst í öllum landshlutum, einkum meðfram stórám á láglendi, en einnig inn til landsins. Helstu svæði þar sem vistgerðina er að finna eru á Suðurlandi, í Borgarfirði, Skagafirði, í Eyjafirði, á Úthéraði, í Hornafirði og inn til landsins í Þjórsárverum og Guðlaugstungum.
Verndargildi
Mjög hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Gulstararflóavist er allútbreidd en hún finnst í 32% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 200 km2, óvissa nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is rather common in Iceland and is found within 32% of all grid squares. Its total area is estimated 200 km2.

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).
Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.
Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.