Sandmaðksleirur

F2.31

EUNIS-flokkun

A2.241 Macoma balthica and Arenicola marina in muddy sand shores.

Sandmaðksleirur
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Sandmaðksleira í Hvalfirði. Hraukar sandmaðksins sjást yfirleitt vel á yfirborði. – Arenicola muddy sand shore in western Iceland. The fecal cast deposits of the Arenicola marina are well noticeable on the shore.

Sandmaðksleirur
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Sandmaðksleira á norðanverðu Álftanesi. – Arenicola muddy sand shore in southwestern Iceland.

Lýsing

Fremur eða mjög fínkornóttar leirur þar sem sandmaðkur er einkennistegund. Víða eru strýtulaga úrgangshraukar maðksins mjög áberandi á yfirborði leirunnar. Sandmaðksleirur eru yfirleitt breiðar, víðáttumiklar og fremur flatar en eru einnig til sem minni skikar umluktir af öðrum fjöruvistgerðum. Hins vegar eru smærri og misjafnlega sundurslitnir skikar af sandmaðksleirum, innan um óreglulega þangfláka, taldir vera hluti af vistgerðinni þangklungri. Sandmaðksleirur eru auðugar af dýrategundum sem flestar grafa sig niður í setið. Burstaormurinn lónaþreifill er oft áberandi, en hann býr í örsmáum pípum sem standa upp úr leirunni og þekja yfirborðið. Lítið er af stærri brúnþörungum en smávaxið þang getur vaxið á stærri steinum á leirunni. Einnig eru þar stöku kræklingsknippi og fylgja þeim ýmsar tegundir sem ekki eru annars staðar á leirunni. Neðst á sumum sandmaðksleirum eru vel grónir smáskikar af marhálmi, en séu þeir nægilega stórir eru þeir flokkaðir til sérstakrar vistgerðar, marhálmsgræða.

Fjörubeður

Sandur (fínn), leir.

Fuglar

Mjög mikilvægt fæðusvæði tjalds og sandlóu.

Líkar vistgerðir

Kræklingaleirur, skeraleirur og þangklungur.

Útbreiðsla

Langalgengastar við Faxaflóa og Breiðafjörð og í stóru lónunum suðaustanlands.

Verndargildi

Hátt.

Útbreiðslukort sandmaðksleirur

Þekkt útbreiðsla sandmaðksleira er um 15% (150 km2) af fjörum landsins. Þær eru víðáttumestar á Vestur- og Suðausturlandi. – Muddy sand shores, dominated by Arenicola marina, cover about 15% (150 km2) of the seashore, and are most extensive along the west and southeast coast.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Þang Fucus spp. Sandmaðkur Arenicola marina
Marhálmur Zostera angustifolia Sandskel Mya arenaria
    Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Lónaþreifill Pygospio elegans
    Ánar Oligochaeta
    Kræklingur Mytilus edulis
    Marflær Amphipoda
    Bjúgormar Priapulida
    Fjörulýs Jaera spp.
    Þráðormar Nematoda

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, sandmaðksleirur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá