Kræklingaleirur

F2.32

EUNIS-flokkun

A2.24 Polychaete/bivalve-dominated muddy sand shores.

Kræklingaleirur
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Kræklingaleira í Hvalfirði. – Bivalve dominated muddy sand shore in western Iceland.

Kræklingaleirur
Picture: Sigríður Kristinsdóttir

Kræklingaleira í Dýrafirði. Skeljarnar eru í misþéttum klasabreiðum sem mynda fast undirlag sem þang og fleiri tegundir geta vaxið á. – Bivalve dominated muddy sand shore in the Westfjords. The mussels forms rather dense clusters, providing holdfast for the growth of wrack and other plant species.

Lýsing

Tiltölulega grófar leirur þar sem kræklingur vex í samhangandi klösum sem geta þakið allstór en sundurlaus svæði á yfirborði fjörunnar. Áfastar við kræklinginn vaxa algengar þörungategundir, en lífríkið í setinu undir og á milli kræklingsklasanna er fremur snautt. Þó eru þar tegundir sem eru algengar í sandmaðks- og skeraleirum. Stundum eru mörk á milli kræklinga- og sandmaðksleira fremur óljós (Agnar Ingólfsson 2006).

Fjörubeður

Möl (fín), sandur (grófur).

Fuglar

Mikilvægt fæðusvæði margra fuglategunda, þar á meðal æðarfugls og vaðfugla á borð við tjald og rauðbrysting.

Líkar vistgerðir

Sandmaðksleirur og grýttur sandleir.

Útbreiðsla

Aðallega inni í fjörðum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Verndargildi

Mjög hátt.

Útbreiðslukort kræklingaleirur

Þekktar kræklingaleirur eru um 1% (10 km2) af fjörum landsins. – Muddy sand shores, dominated by bivalves, cover about 1% (10 km2) of the shores of Iceland.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Þang Fucus spp. Kræklingur Mytilus edulis
    Doppur Littorina spp.
    Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
    Tannkarl Balanus crenatus
    Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Roðamaðkur Scoloplos armiger
    Ánar Oligochaeta
    Marflær Amphipoda
    Fjörulýs Jaera spp.
    Þráðormar Nematoda

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, kræklingaleirur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

 

Heimildir

Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. Zoology of Iceland Vol I, part 7. 85 pp.