Kalmanstjörn–Garðskagi

FG-V 1

Hnit – Coordinates: N64,01001, V22,70994
Sveitarfélag – Municipality: Sandgerðisbær, Garður
IBA-viðmið – Category: A41, B1i, B2 
Stærð svæðis – Area: um 1.330 ha

Fjara og grunnsævi frá Kalmanstjörn að Garðskaga á Reykjanesskaga. Syðst eru brimasamar klettafjörur. Þá taka Ósar við sem eru grunnur vogur og síðan þangfjörur með leirublettum. Fjölbreytt fuglalíf er á þessu svæði árið um kring. Á fartíma á vorin eru stórir hópar vaðfugla í fjörum og hefur sanderla náð alþjóðlegum verndarviðmiðum (1.300 fuglar) en hefur fækkað á síðari árum. Þetta svæði er einnig alþjóðlega mikilvægt fyrir straumendur og sendlinga á vetrum.

Svæðið er að hluta til á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, þ.e. Ósar og fjörur og tjarnir frá Stafnesi og norður úr.

Helstu fuglategundir á svæðinu Kalmanstjörn–Garðskagi – Key bird species in Kalmanstjörn–Garðskagi

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Æður1 Somateria mollissima Varp–Breeding *3.000 1999 1,0 B1i, B2
Straumönd2** Histrionicus histrionicus Vetur–Winter 153 1999 1,1 B1i
Sanderla3 Calidris alba Far–Passage 1.300 1989 1,1 A4i, B1i
Sendlingur4 Calidris maritima Vetur–Winter 612 2005–2008 1,2 A4i, B1i
*Pör. – Pairs.
**Eyri N Hafnabergs–Sandgerði
1Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd.
2Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003. Útbreiðsla og fjöldi straumanda á Íslandi að vetrarlagi. Bliki 23: 5–20.
3Guðmundsson, G.A. og Å. Lindström 1992. Spring migration of Sanderlings Calidris alba through SW Iceland: wherefrom and whereto? Ardea 80: 315–326.
4Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar IINH, mid-winter counts.

English summary

Kalmanstjörn–Garðskagi rocky coast and shallow marine waters, SW-Iceland, are an internationally important wintering area for Histrionicus histrionicus (153 birds), Calidris maritima (612 birds) as well as a staging site for Calidris alba (1,300 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer