Vestmannsvatn og nágrenni

VOT-N 9

Hnit – Coordinates: N65,79424, V17,41522
Sveitarfélag – Municipality: Þingeyjarsveit
IBA-viðmið – Category: B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 563 ha

Vestmannsvatn er stöðuvatn á mörkum Aðaldals og Reykjadals í Þingeyjarsýslu, 2,38 km2 að stærð, frekar grunnt og næringarríkt. Nokkur minni vötn og tjarnir eru einnig á þessu svæði. Þarna er mikið og fjölbreytt fuglalíf og nær flórgoði alþjóðlegum verndarviðmiðum (18 pör) og 1–4% af Íslandsstofnum himbrima, rauðhöfðaandar, gargandar, grafandar, skúfandar og hrafnsandar verpa þar.

Svæðið var friðlýst árið 1977 og er einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar við Vestmannsvatn og nágrenni – Key bird species breeding by Vestmannsvatn and in nearby areas*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Flórgoði1 Podiceps auritus Varp–Breeding 18 2004 2,6 B1i, B2
Gargönd Anas strepera  Varp–Breeding 13 2016 2,9  
Skúfönd Aythya fuligula Varp–Breeding 359 2016 3,6  
1Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35.

English summary

Lake Vestmannsvatn and adjacent tarns, N-Iceland, are an internationally important breeding site for Podiceps auritus (18 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer