Jökuldalsheiði

VOT-A 2

Hnit – Coordinates: N65,21338, V15,48554
Sveitarfélag – Municipality: Fljótsdalshérað,  Vopnafjörður
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 91.300 ha

Jökuldalsheiði, sem er 500 m y.s., liggur austan Möðrudalsfjallgarðs á milli Jökuldals og Vopnafjarðar. Austurmörkin eru um Smjörvatnsheiði. Jökuldalsheiði er víða vel gróin með fjölda vatna og víðáttumiklum tjarnarflóum. Hún er alþjóðlega mikilvægt varpland álfta (206 pör 1981) og heiðagæsa (gróflega áætlað 1.500 pör). Eins hafa álftir á fjaðrafellitíma náð alþjóðlegum verndarmiðum.

Helstu fuglategundir á Jökuldalsheiði – Key bird species at Jökuldalsheiði

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Himbrimi1 Gavia immer Varp–Breeding 8* 2016 1,6  
Álft1 Cygnus cygnus Varp–Breeding 206 1981 5,2 B1i
Álft2 Cygnus cygnus Fellir–Moult 297** 2005 1,1 B1i
Heiðagæs3 Anser brachyrhynchus Varp–Breeding 1.500 2010 1,2 B1i
*Þekkt óðul. – Known territories.
**Fuglar. – Birds.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
2Arnþór Garðarsson, Halldór Walter Stefánsson, Ólafur Einarsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
3Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.

English summary

Jökuldalsheiði highland wetland, E-Iceland, hosts internationally important breeding numbers of Cygnus cygnus (206 pairs in 1981) and Anser brachyrhynchus (1,500 pairs). Moulting Cygnus cygnus also meet IBA-criteria (297 birds in 2005).

Opna í kortasjá – Open in map viewer